13.12.1976
Neðri deild: 22. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1153 í B-deild Alþingistíðinda. (810)

94. mál, rannsóknarnefnd til að rannsaka innkaupsverð á vörum

Ellert B. Schram:

Hæstv. forseti. Þessi till. sem hér er á dagskrá, mun vera sprottin í tilefni af sjónvarpsþætti sem fór fram fyrir nokkru í framhaldi af ferð verðlagsstjóra til London. Nú má segja að það sé ekki óeðlilegt þó að verðlagsyfirvöld á Íslandi finni það út að verðmismunur sé á vörum í London og á Íslandi, því sannleikurinn er sá að þessa dagana, þessar vikurnar streymir fólk úr öllum eða flestum þjóðlöndum Evrópu til þessarar borgar til þess að gera ódýr og hagkvæm innkaup. Hins vegar er það rétt, að í þessum sjónvarpsþætti var upplýst að innkaupsverð íslenskra heildsala væri undir vissum kringumstæðum hærra en innkaupsverð þarlendra heildsala. Og í framhaldi af þessum upplýsingum hefur ekki staðið á alls kyns yfirlýsingum, m.a. hér í þingsölum, um að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli, séu beinlínis að stela fé eða svindla mjög gróflega. En ég skal taka það fram, að mér fannst þær ræður, sem voru haldnar hér af hv. þm. Eðvarð Sigurðssyni og hv. þm. Garðari Sigurðssyni, vera í öllum aðalatriðum mjög málefnalegar og þeir fóru varlega í allar yfirlýsingar eða aðdróttanir.

Í þessum sjónvarpsþætti og reyndar siðar hafa verið gefnar ýmsar skýringar á þessum mismun. Nú hefur þetta mál ekki verið fullkannað enn þá. Verðlagsstjóri hefur upplýst að hann sé að vinna að rannsókn á þessu máli. En skýringarnar voru m.a. í þá átt, að þegar um veruleg innkaup væri að ræða, þá væri gefinn magnafsláttur, hann væri ekki yfirleitt fyrir hendi þegar íslendingar keyptu inn vörur frá þessu landi, eins væri um að ræða sérstakt gjald vegna flutnings og umbúða o.s.frv., og mér fannst satt að segja að í vissum atriðum a.m.k. væri þessi munur með hliðsjón af öllum þessum atriðum furðu lítill. Hitt er annað mál, að það voru nefnd þarna dæmi um að munurinn væri allt að 60%, og ég skal í sjálfu sér ekki verja það. En á því eru sjálfsagt einhverjar skýringar líka.

Í þessum umr. hefur verið bent á, að kerfið eða fyrirkomulagið, lögin hvettu menn ekki til að gera hagkvæm innkaup, vegna þess að álagningin væri lögð á innkaupsverðið í prósentum og það væri því hagur innflytjandans, seljandans að hafa innkaupsverðið sem hæst. Nú fellst ég að vísu ekki á þetta. Ég held að það séu ákaflega fá dæmi þess að menn beinlínis geri í því að kaupa dýrt inn, vegna þess að auðvitað hlýtur það að vera hagur þeirra, sem selja hér á íslenskum markaði, að selja vöruna þannig að hún sé söluhæf, hún sé samkeppnishæf í verði, og það hlýtur að ráða innkaupum manna. Ég held að svo sé í öllum meginatriðum. Hins vegar má vera að þegar um er að ræða einokun eða vöru sem situr ein að markaðnum hér á Íslandi, þá falli menn kannske í þessa freistingu. Um það veit ég ekki. En það breytir hins vegar ekki því. að það er rétt að þetta fyrirkomulag getur haft í för með sér þessa freistingu. En þetta er bara ekkert nýtt. Verslunarmenn og þeir aðilar, sem hér hafa besta þekkingu á, hafa margsinnis bent á að það þyrfti einmitt að breyta verðlagslögunum, af því að þau væru þannig úr garði gerð að freisting væri til þess að kaupa dýrt inn vegna þess að álagningin væri í prósentum af innkaupsverðinu.

Hér hefur verið af þeim aðilum, sem nú er verið að saka um — ja, ekki kannske óheiðarleg viðskipti, en allt að því, bent á einmitt þetta atriði hvað eftir annað. En þrátt fyrir það hafa menn ekki viljað hlusta á þessar raddir og ekki verið fáanlegir til þess að breyta löggjöfinni. Ég tel því að það sé ekki við verslunarmenn að sakast ef þessi staðreynd blasir við, að álagningin er lögð á innkaupsverðið í prósentum, heldur sé við löggjafann, okkur sjálfa að eiga í þessu tilfelli.

Í þessu sambandi vil ég líka vekja athygli á því, sem fram hefur komið í þessum umr. að í reglum varðandi álagningu og um þóknun er beinlínis neitað að taka það til greina ef ekki er greidd þóknun vegna kaupa á ákveðnum vörum. Í reglugerð, sem lýtur að þessu, segir m.a. með leyfi forseta:

„Bæði sölu- og innkaupsþóknanir skulu meðtaldar í eðlisverðinu. Er því ekki heimilt að leyfa frádrátt frá vörureikningsfjárhæðinni vegna sölulauna sem í henni kann að vera reiknað með til umboðsmanns sem komið hefur viðskiptunum í kring. Nemi fjárhæð sú, sem tilgreind er á vörureikningi, söluverði til kattpanda að frádreginni slíkri þóknun, annaðhvort þannig, að frádrátturinn sé sýndur eða gerður nettóreikningur, skal skýrt frá þóknuninni og hún talin með í eðlisverðinu án tillits til þess hvort kaupandinn á að standa seljandanum skil á henni eða greiða hana umboðsmanni beint.“

M.ö.o.: það virðist ekki skipta máli hvort kaupandinn getur komist að þeim samningum, að þóknun sé ekki greidd, eða hann undir vissum kringumstæðum vilji ekki taka við henni, hann verður samt að gera grein fyrir því að þarna sé um einhverja ákveðna þóknun að ræða. Hún er reiknuð inn í verðið og veltur síðan áfram í þeirri álagningu og þeim gjöldum sem síðan eru sett á upphaflegt verð. innkaupsverð. Þetta atriði og mörg fleiri ættu að fullvissa menn um að hér þarf að gera margvíslegar breytingar, þannig að verðlagslöggjöfin hafi meira svigrúm og hún stuðli að hagkvæmari innkaupum og lægra verði í útsölu.

Ég tel að þessar umr. hafi sannað fyrst og fremst eitt. Þær hafa sannað að álagningin er ekki aðalástæðan fyrir háu verði á íslenskum markaði. Hv, þm. Eðvarð Sigurðsson benti réttilega á að alls kyns opinber gjöld, sem leggjast á vöruna frá því hún er upphaflega keypt og þangað til hún er seld til neytandans eru miklum mun hærri heldur en álagningin sjálf, hvað þá sjálft innkaunsverðið. Hann nefndi hér eitt dæmi um bað að þegar álagningin var 44 kr, þá veru opinber gjöld 84 kr. af þessari sömu vöru eða 100% meira. Auðvitað eru það þessi gjöld, tollar og aðflutningsgjöld, vörugjald, söluskattur, sem hleypa vöruverði upp hér á Íslandi og gera það að verkum að það er allt of hátt, og það er auðvitað til skaða fyrir neytandann. fyrir allan almenning á Íslandi. Ég held að bað ætti að beina athyglinni líka að þessum atriðum, en ekki sífellt að ásaka menn um að taka of háa álagningu eða núa þeim um nasir að þeir kaupi óheiðarlega inn.

Ef eitthvað mætti draga úr hinum opinberu gjöldum af brýnustu nauðsynjavörum. þá eykst að sjálfsögðu kaunmátturinn og kjararýrnun verður minni og að því leyti væri hægt að koma til móts við vandamál launþega og reyndar allra neytenda á Íslandi.

Eins og hæstv. viðskrh. benti á, fer nú fram athugun á þessum málum og þeim skyldum hjá verðlagsstjóra og Seðlabanka Íslands. Mér sýnist verðlagsstjóri vera mjög röggsamur, duglegur og vakandi í sínu starfi. Hann hefur notið trausts hjá mönnum fyrir heiðarleika, og ég tel að hann sé fullfær um að framkvæma þá rannsókn sem þessi till. gerir ráð fyrir. Eins og hér hefur komið fram, stendur sú rannsókn nú yfir, og er eðlilegt að átta sig á öllum þeim atriðum, sem verðlagsstjóri telur eðlilegt að inn í þessa athugun séu tekin, og síðan verði þær niðurstöður lagðar fyrir alþm. og ríkisstj. og við ættum þá að geta gert okkar breytingar í samræmi við þær niðurstöður. Ég tel það vera skynsamlegri vinnubrögð. Við erum þeir aðilar sem getum breytt lögum.

Ég er þeirrar skoðunar að verðlagslöggjöfin sé ákaflega vitlaus í dag Og ég fagna því ef menn geta lagt fram upplýsingar, staðreyndir, um þessi mál eins og þau ertu í dag, þannig að við getum dregið réttar ályktanir og gert breytingar á löggjöfinni í samræmi við það. Ég held að í þessu tilliti fari saman hagsmunir verslunarinnar, þeirra sem stunda bæði innflutning og smásölu, og svo hins vegar neytenda og alls almennings.

Ég má til með í þessum umr. að minna á till. sem ég ásamt tveim öðrum hv. þm. hef flutt á hv. Alþ., sem kveður á um að stofnuð sé rannsókna- og upplýsingastofnun verslunarinnar. Ég held að þessar umr. og þessi till. undirstriki að slík stofnun er mjög tímabær. Menn rekur í rogastans, þegar þeir fá upplýsingar eins og fram komu í sjónvarpshættinum um daginn. og rjúka upp til handa og fóta. En þessar upplýsingar eru ekki nýjar. Þetta hefur alltaf legið fyrir Mönnum þarf ekki að koma þetta á óvart. En það er vegna þess að samgangur hefur verið lítill og verslunin hefur ekki alltaf haft aðstöðu til að upplýsa þessi mál. Hún hefur um langan tíma verið að reyna að vekja menn upp og vekja athygli á því að verðlagslöggjöfin sé ekki hagkvæm og það þurfi að breyta henni, en hún hefur talað fyrir daufum eyrum. Ef fyrir hendi er stofnun sem getur veitt þessar upplýsingar jafnóðum, bæði fjölmiðlum, Alþ. og neytendum, þá þurfa menn ekki að vera mjög hissa þegar það kemur í ljós einn vetrardag árið 1976 að ríkið tekur allt að 100% meira en álagningunni nemur á ákveðnum vörutegundum. Ég hvet því þm. til þess að samþ. þá till.. sem reyndar er ekki hér á dagskrá nú, en tengjast mjög inn í þetta mál. Raunar má það furðulegt teljast, að á sama tíma sem rannsóknastofnanir atvinnuveganna eru fyrir hendi, þá skuli verslunin vera afskipt í heilan málum. Við það verður ekki unað lengur og það er heppilegast fyrir alla að á því verði breyting.

Ég tek undir það, að við skulum reyna að komast hjá klaufalegum og óheiðarlegum viðskiptaháttum. En við skulum beina athyglinni víðar en að versluninni sjálfri Við skulum beina athyglinni að löggjöfinni, og það er okkar hlutverk að breyta henni.