17.12.1976
Efri deild: 24. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1345 í B-deild Alþingistíðinda. (934)

106. mál, innflutningur á olíupramma

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Eins og ég tók fram er þetta skip hér í leigu og með leyfi til siglinga. Ég held því að það breyti engu hvort þetta frv. verður afgr. sem lög fyrir jólahlé eða ekki. Ég tel líka eðlilegt og sjálfsagt að samgn. leiti álits Siglingamálastofnunarinnar, því ég hef ekki hér við höndina það skjal sem hún sendi rn., til þess að fullvissa sig um það. Ef annað reynist réttara, þá skulum við hafa það sem sannara reynist. Ég fer því ekki fram á neitt annað en að þetta mál fái hér eðlilega þinglega meðferð.