24.01.1978
Sameinað þing: 38. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1749 í B-deild Alþingistíðinda. (1477)

333. mál, starfsemi Hafrannsóknarstofnunar

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Svar víð fyrstu spurningu er:

Rannsóknar- og fiskileitarleiðangrar skipa stofnunarinnar svo og leiguskipa eru ákveðnir í lok hvers árs, Hinir einstöku sérfræðingar stofnunarinnar gera tillögur um fyrirhugaðar rannsóknir á næsta ári og fylgir með þeim grg. um væntanlega skipaþörf. Lítill hópur sérfræðinga vinnur svo úr þessum tillögum og samræmir þær. Áætlun þessi er síðan lögð fyrir forstjóra og stjórn stofnunarinnar til endanlegrar samþykktar. Einnig er hún send ráðgjafarnefnd stofnunarinnar til athugunar, og það er líka hlutverk ráðgjafarnefndarinnar að koma á framfæri við stofnunina óskum útgerðarinnar varðandi fiskileit og aðra starfsemi stofnunarinnar er hím hefur áhuga á. Rannsóknaáætlun stofnunarinnar verður stundum að breyta er liður á árið vegna nýrra óvæntra atburða er skapast í sjávarútveginum og ekki er hægt að spá fyrir um.

Svar við annarri spurningu:

Samkvæmt ársskýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir árið 1976, sem send hefur verið öllum sem hlut eiga að máli og er til m.a. í bókabúðum, voru eftirfarandi rannsóknarskip og leiguskip á vegum stofnunarinnar árið 1976: Rannsóknarskip: Bjarni Sæmundsson, dagafjöldi á sjó við rannsóknir 210. Árni Friðriksson, dagafjöldi á sjó við rannsóknir 206. Hafþór, dagafjöldi á sjó við rannsóknir 228. Dröfn, dagafjöldi á sjó við rannsóknir 206. Samtals 850 rannsóknardagar. Leiguskip: Runólfur SH-135 81 dagur, Geir ÞH o.fl. 28 dagar. Árni Sigurðsson AK 8 dagar. Baldur KE 17. Kristbjörn ÞH 9. Karlsefni RE 27. Skarðsvík SH 49. Guðbjörn ÍS 12. Samtals 231 dagur. En samtals öll skip, bæði í eigu Hafrannsóknastofnunarinnar og leiguskip, 1081 dagur, Svar við þriðju fyrirspurn:

Botnvörpungurinn Baldur var afhentur sjútvrn. 24. maí s.l. Hafrannsóknastofnuninni þótti nauðsynlegt að gera ýmsar lámarksbreytingar á skipinu til þess að gera það hæft til að gegna hlutverki sínu, og var því í byrjun þessa árs sett á laggirnar vinnunefnd innan stofnunarinnar til að gera till. um þessar breytingar. Fjórða spurning:

Í ofangreindri vinnunefnd voru nokkrir sérfræðingar stofnunarinnar og útgerðarstjóri. Nefndin lagði tillögur sínar fyrir sjútvrn., sem síðan fól Skipatækni hf, að meta þær og vega. Skipatækni féllst á þessar tillögur í öllum meginatriðum og bætti auk þess við nokkrum atriðum. Þessar eru helstu breytingarnar sem er verið að gera á skipinu: Breyting og endurbætur á vindukerfi skipsins. Þær verða nú vökvaknúnar í stað þess að vera knúnar með rafmagni, en það takmarkaði ýmsa starfsemi skipsins. Vegna tilfærslu á vindum verður nú fært að koma fyrir flotvörpuvindu á skipinu. Rannsóknaaðstaða til sjómælinga á brúarþilfari og aðstaða tif fiskirannsókna á milliþilfari, Stækkun brúarhúss vegna rannsóknarmanna. Lokun þilfars stjórnborðsmegin vegna vindustjórnar og ísvélar. Viðbót við fiskileitar-, siglinga- og fjarskiptatæki. Skipatækni hf, samdi útboðslýsingu og var verkið boðið út um miðjan ágúst s.l. Bárust tvö tilboð og var tekið því lægra, sem var frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar hf.

Svar við fimmtu spurningu:

Samningar um breytingar þessar voru undirritaðir 1. des. á s.l. ári og hófst verkið svo að segja strax. Talið er að verkið muni kosta um 215 millj. kr. miðað við verðlag þegar samningar voru undirritaðir og því á að vera lokið um miðjan marsmánuð á þessu ári.

Svar við sjöttu og síðustu spurningu: Viðgerðarkostnaður á b/v Baldri að loknu þorskastriði er talinn af Landhelgisgæslunni vera 67–70 millj. kr.