01.02.1978
Efri deild: 54. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1879 í B-deild Alþingistíðinda. (1579)

156. mál, kyrrsetning og lögbann

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta frv. er einnig fylgifiskur með frv. til laga um þinglýsingar. Í því felst sú regla, að til þess að grandlaus þriðji maður öðlist rétt yfir fasteign og skrásettu skráningarskyldu skipi og viðskiptabréfum með kyrrsetningu þurfi kyrrsetningu að hafa verið þinglýst eða áritun gerð um hana á viðskiptabréfið. Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.