07.03.1978
Sameinað þing: 52. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2777 í B-deild Alþingistíðinda. (2027)

340. mál, veðdeild Búnaðarbankans

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil aðeins taka undir orð síðasta hv. ræðumanns. Nefnd undir forustu Stefáns Pálssonar, forstöðumanns Stofnlánadeildar landbúnaðarins, hefur unnið að þessum málum eins og til var ætlast. Það er fyrir löngu búið að skila frv. til l. um stofnlánadeildina en nú fyrir nokkru lauk nefndin störfum að fullu með því að skila af sér frv. til l. um veðdeild Búnaðarbanka Íslands.

Það er deginum ljósara, að það er ákaflega brýnt, að þessi frv. nái fram að ganga svo fljótt sem auðið er. Um það hafa verið settar fram óskir og gefnar yfirlýsingar og öllum má það ljóst vera, að þetta er eitt hið allra brýnasta mál að því er varðar lánamál landbúnaðarins. Vænti ég fastlega, að hæstv. ríkisstj. hlutist til um að mál þessi nái fram að ganga hið allra fyrsta.