19.04.1978
Efri deild: 80. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3628 í B-deild Alþingistíðinda. (2769)

265. mál, hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

Frsm. (Steinþór Gestsson) :

Herra forseti. Félmn. hefur rætt frv. þetta, sem er um breyt. á lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, og mælir með því samhljóða að það verði samþykkt. Þegar frv. var afgreitt voru þeir fjarverandi Axel Jónsson og Helgi F. Seljan.

Ég tel ekki þörf á því að ræða efnisatriði frv., en tel rétt að geta þess, að n. ræddi efni þess við Hallgrím Dalberg ráðuneytisstjóra sem mælti með frv. og taldi rétt að ákvæði þess fengju lögfestingu þar sem öll önnur gjöld en lóðaleiga og tunnuleiga, sem innheimt er sameiginlega með fasteignaskattsseðli, eru tryggð með lögveði í eign.

Félmn. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.