19.04.1978
Neðri deild: 79. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3647 í B-deild Alþingistíðinda. (2823)

225. mál, bókhald

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Virðulegi forseti. Á síðustu árum hafa orðið miklar og örar breytingar á sviði bókhalds og reikningsskila. Tækniframfarir í gerð bókhalds- og skýrsluvéla og á sviði filmugerðar gera það kleift að beita í æ ríkara mæli vélum, sjálfvirkni og myndtækni við færslu, úrvinnslu og geymslu bókhalds og bókhaldsgagna. Því frv., sem hér er til umr., er fyrst og fremst ætlað að færa löggjöfina um bókhald frá 1968 til samræmis við þær starfsaðferðir, sem nú er beitt, og gera þannig þá sjálfvirkni mögulega og lögum samkvæmt sem notuð er við bókhald og bókhaldsgerð í dag. Með frv. er grg. sem ég vísa til.

Ég leyfi mér að leggja til að þessu frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.