24.04.1978
Neðri deild: 81. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3846 í B-deild Alþingistíðinda. (3007)

245. mál, verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir

Gylfi Þ. Gíslason:

Hæstv. forseti. Þingflokkur Alþfl. hefur nú eins og haustið 1969 samþykkt að taka ekki flokkslega afstöðu til þessa máls, heldur greiði hver þm. flokksins atkv. í samræmi við persónulega skoðun sína. Þar eð hér er að því er varðar ákvæði frv. um verðákvarðanir og samkeppnishömlur um sama frv. að ræða og ég flutti 1969 af hálfu þáv. ríkisstj. mun ég greiða atkv. með frv. Ég vek hins vegar athygli á því, að flm. þessa frv., hæstv. viðskrh., var aðalandstæðingur frv. 1969 og flokkur hans tók þá flokkslega afstöðu gegn því, þ. e. allir þm. flokksins í Ed. greiddu atkv. á móti því, enda féll það við 2. umr. í fyrri deild. Ég segi já.