26.04.1978
Neðri deild: 83. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3978 í B-deild Alþingistíðinda. (3172)

266. mál, leigumálar og söluverð lóða og landa Reykjavíkurkaupstaðar

Frsm. (Tómas Árnason):

Hæstv. forseti. Fjh.- og viðskn hefur fjallað um þetta mál, frv. til l. um breyting á l. nr. 86 16. des. 1943, um ákvörðun leigumála og söluverðs lóða og landa Reykjavíkurkaupstaðar. Þetta frv. kemur frá Ed. og er flutt að beiðni borgarstjórnar Reykjavíkur. Í raun og veru er hér um að ræða sjálfsagða breytingu á lögum í þá átt að tryggja innheimtuaðstöðu Reykjavíkurborgar.

Fjh.- og viðskn. var einróma samþykk því að mæla með samþykkt frv.