05.05.1978
Sameinað þing: 74. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4449 í B-deild Alþingistíðinda. (3807)

68. mál, öryggisbúnaður smábáta

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar till. til þál. um öryggisútbúnað smábáta. N. fékk umsagnir frá sjóslysanefnd, Slysavarnafélagi Íslands og siglingamálastjóra. Umsagnir þessar voru allar jákvæðar. Siglingamálastjóri benti þó á að það skorti löggjöf til þess að unnt væri að setja reglugerð fyrir 6 metra báta og styttri og því breytti allshn. tillgr. í þá veru sem segir á þskj, 596:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að undirbúa löggjöf um eftirlit með opnun smábátum og öryggisbúnaði þeirra.“

Það hafa komið fram raddir um það, að e. t. v. mundi þessi afgreiðslumáti á þessari till. draga eitthvað á langinn að nauðsynlegar reglugerðir verði settar eða ákvæði um þessi atriði í reglugerð. N. hefur hins vegar litið svo á, að það væri nauðsynlegt að styðja þessa reglugerð með lagasetningu, og væntir þess eindregið, að þessi afgreiðsla verði ekki til þess að tefja þetta nauðsynjamál.