10.11.1977
Sameinað þing: 15. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 595 í B-deild Alþingistíðinda. (395)

318. mál, verðlag

Fyrirspyrjandi (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. fjmrh. fyrir svar hans þó að það valdi mér miklum vonbrigðum. Ég ætla ekki að ræða hér kosti eða galla virðisaukaskattsins sem hann gerði að umræðuefni, en halda míg við fsp. um uppsafnaðan söluskatt af útflutningsiðnaði og vísa aftur til þeirrar greinar, sem ég vitnaði i, eftir forstjóra Þjóðhagsstofnunarinnar, Jón Sigurðsson. Ég vona að niðurstaða hans nú, eftir að ríkisstj. hefur beðið um nýtt álit, verði í samrætni við það sem hann hefur þegar skrifað í Fjármálatíðindi, 2. maí 1977, svo að það er ekki gamalt.

Ríkisstj. hefur ákveðið að endurgreiða á árinu 1978 uppsafnaðan söluskatt fyrir árið 1977. Ég vissi ekki fyrir þessar umr.ríkisstj. hefði tekið nokkrar ákvarðanir um endurgreiðslu eða ekki endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti fyrir 1975 og 1976, en ég heyrði það á máli hæstv. ráðh. núna að ríkisstj. virðist hafa tekið neikvæða afstöðu til endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti þeirra ára.

Ráðh. sagði að gengisbreytingin 1975 hefði bætt hlut útflutningsiðnaðarins og þess vegna þyrfti ekki að endurgreiða uppsafnaðan söluskatt fyrir árin 1975–1976. En greiðsla á uppsöfnuðum söluskatti eða skil á honum til réttra aðila á ekki að fara eftir sveiflum í rekstri atvinnugreina frá einu ári til annars. Slíkt er hrein firra. Ég álít að söluskattsskil ríkissjóðs til atvinnuveganna eigi að lúta sömu reglum og söluskattsskil almennt til ríkissjóðs. Spursmálið er hvort ríkissjóður á ekki að greiða vanskilavexti til útflutningsiðnaðarins vegna þess dráttar sem hefur orðið á þessum skilum. Ef staða ríkissjóðs batnar eitt árið tel ég ekki fært að söluskattsskyldir aðilar svari innheimtumönnum ríkisins á þá lund, að nú ári betur hjá ríkissjóði og því muni þeir ekki skila þeim peningum sem þeir hafa innheimt fyrir ríkissjóð, heldur halda þeim fyrir sjálfa sig. Ég álit að hér sé rangt að farið. Ef innheimtumenn ríkissjóðs störfuðu í sama anda og ríkissjóður gerir, þá mundu þeir náttúrlega taka ríkisstj. sér til fyrirmyndar.

Haldi ríkissjóður eftir greiðslum fyrir árin 1975 og 1916 álít ég að það sé gert í skjóli þess að þeir aðilar, sem greiðslu eiga að fá, séu hlunnfarnir í skjóli vanmáttar gegn ríkisbákninu, í þessu tilfelli ríkissjóði — kannske ekki ríkissjóði einum, heldur ríkisstj. allri, þar sem hún virðist nú hafa tekið ákvörðun um að greiða ekki hinn uppsafnaða söluskatt áranna 1975 og 1916 sem samtals er um 303 millj. kr. og hækkar verulega ef dráttarvöxtum samkv. þeim lögum, sem aðrir verða að lúta, er bætt við. Lög og reglugerðir hljóta að vera þau sömu fyrir kerfið, jafnt einstaklinga sem fyrirtæki.

Vonandi tekur ríkisstj. fljótlega nýja ákvörðun um að standa við skuldbindingar sínar hvað árin 1975 og 1976 snertir, eins og hún hefur nú ákveðið að gera fyrir árið 1977, þótt uppgjör dragist fram á næsta ár. Annað er í mínum huga óhugsandi.