23.11.1977
Efri deild: 17. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 802 í B-deild Alþingistíðinda. (559)

90. mál, iðjuþjálfun

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Hv, þm., er hér var að ljúka máli sínu, tók til umr. jafnhliða frv., sem var búið að vísa til n., um gleraugnafræðinga og sjónfræðinga, og taldi að það væri rangt að lögfesta bæði starfsheiti, starfsréttindi og menntun. Það frv. gerir einnig ráð fyrir töluverðum skyldum þess fólks, sem fær þetta starfsheiti, og jafnframt gerir það frv, ráð fyrir að gera greiðari leið almennings í þessum efnum. Það er engan veginn eðlilegt að fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir lítilfjörlegri skoðun hjá lækni sem minna menntaður maður getur framkvæma. Það frv. er því ekki flutt til þess að viðhalda hinni ströngu sérfræði, og því er þessi athugasemd hv. þm, úr lausu lofti gripin.

Síðara frv., það sem hér er til umr., um iðjuþjálfun, gerir ekki ráð fyrir neinni menntun iðjuþjálfa. Það er ekki á valdi heilbr: og trmrn. Hins vegar er minnst á það, að búið er á öðrum vettvangi að gera ráð fyrir þessari menntun við Háskóla Íslands. Sú ákvörðun er tekin annars staðar. Hvort sem þetta frv. nær fram að ganga eða ekki og hvort sem það er flutt eða ekki, þá hefur það ekki haft nokkur áhríf á að þessi menntun verði tekin upp.

Ég vil benda hv, þm, á það, að ég tel að það hafi verið mjög mikilvægt atriði að taka upp menntun við Háskólann í sjúkraþjálfun, þar er ein mesta vöntun núna á fólki, þ.e. fólki við slíka þjálfun, og það hefði verið ólikt betra ástandíð og kannske líðan margra betri ef slík menntun hefði verið tekin upp mörgum árum fyrr. En á meðan þetta fólk er að mennta sig núna, verðum við að búa við algjöran skort í þessum efnum.

Hitt get ég tekið undir með hv. þm., að það er auðvitað takmörkunum háð hvað á að ganga langt í þessum efnum, að lögfesta starfsheiti og starfsréttindi ákveðinna hópa. Við höfum ekki viljað, fyrr en kominn hefur verið nokkur hópur, flytja frv. um starfsréttindi og starfsheiti. Ég get í leiðinni nefnt það, að í dag er útbýtt hér á Alþ. frv, um breyt. á læknalögum, vegna þess að við endurskoðun læknalaganna — ég held frá árinu 1973 — fellur út heimild til ráðh., að fengnum meðmælum landlæknis, að veita takmarkað lækningaleyfi, og þegar nýir aðilar koma inn með nýja menntun, þá getum við samkv. gildandi lögum ekki gert neitt, ef kæra kemur fram til landlæknis, annað en kæra viðkomandi mann samkv. lögunum um skottulækningar. Þetta álít ég að sé of þröngt í okkar löggjöf, og þess vegna legg ég nú til — og það kemur síðar til umr. að hér verði aftur breyt. í sömu átt og áður var.

Í sambandi við þetta frv, fá menn ekkert fræðingsheiti, því þeir heita iðjuþjálfar, og ég tel að þessi starfshópur eigi rétt á að fá starfsleyfi og lögverndað starfsheiti. Hinu er ég ekki á móti, og það er rétt hjá hv, þm., að það er gengið allt of langt í þessum efnum, því að það er mikið af fólki, sem ekki er menntað, sem hefur veitt sjúkum aðhlynningu. En það er eðlilegt, og þjóðfélagið og löggjafarþingið á auðvitað að stuðla að því, að aukin menntun og aukin sérfræði eigi sér stað. Og það er ekki von að fólk fari í langt nám, eins og t.d. sjúkraþjálfun, sem hefur verið að lágmarki 4 ára nám eftir stúdentspróf, ef það á ekki að fá nein réttindi umfram aðra. Sama er að segja hvað þetta snertir. Ég lá á þessari heiðni í fyrra og flutti hana ekki. En nú er fleira fólk að koma inn í þessa starfsgrein og ég taldi mér ekki fært að liggja lengur á þessari heiðni. Ég segi bað alveg eins og er sem mína persónulega skoðun. að ég tel að þessi starfshópur eigi að fá sitt lögverndaða starfsheiti og réttindi. Þess vegna legg ég áherslu á að þetta frv. nái fram að ganga. Hins vegar er það auðvitað á valdi hv. Alþ. hvort það samþykkir frv., stöðvar eða fellir það.