14.12.1977
Neðri deild: 29. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (865)

128. mál, tímabundið vörugjald

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Virðulegi forseti. Frv. það, sem hér er lagt fram, er í nánum tengslum við fjárlagafrv. Í frv. til fjárl. er áætlað að tekjur af vörugjaldi árið 1978 nemi 7 milljörðum kr.

Lög um sérstakt tímabundið vörugjald voru upphaflega sett um mitt ár 1915, og hefur þeim eins og nafn þeirra ber með sér, ætíð verið ætlað að gilda í takmarkaðan tíma. Í frv. þessu er enn sá kostur valinn að ætla hinum nýju lögum takmarkaðan gildistíma.

Ég vil vekja athygli á því, að innan skamms verður lagt fyrir þingið frv. um breyt. á lögum um tollskrá. Verði það samþ. mun þurfa að endurskoða þau tollskrárnúmer sem upp eru talin í núgildandi vörugjaldslögum.

Fjárhagsmál tengd fm. þessu hafa fléttast inn í almennar umr um fjárl. og afgreiðslu þeirra og því ekki sérstök ástæða til að fara nánar út í þau mál hér. Ég leyfi mér því, virðulegi forseti, að leggja til að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.