Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1264, 116. löggjafarþing 454. mál: Norræni fjárfestingarbankinn.
Lög nr. 85 18. maí 1993.

Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum og að staðfesta breytingar á samþykktum bankans.


1. gr.

     Ríkisstjórninni er heimilt að samþykkja aukningu á hlutafé Norræna fjárfestingarbankans úr 1.600 milljónum sérstakra dráttarréttinda (SDR) í 2.400 milljónir SDR. Jafnframt er ríkisstjórninni heimilt að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum, sbr. 2. og 3. gr. samþykkta bankans, um 7,2 milljónir SDR og leggja þar af fram allt að jafnvirði 243 þúsunda evrópskra mynteininga (ecu) á árunum 1993–1995.

2. gr.

     Ríkisstjórninni er heimilt að samþykkja breytingar á 6. gr. samþykkta bankans og bæta við þær grein 6b sem fjalli um sérstaka lánafyrirgreiðslu til Eystrasaltsríkja (BIL-lán) og takast á hendur ábyrgðir í því sambandi að fjárhæð allt að jafnvirði 300 þúsunda evrópskra mynteininga (ecu).

3. gr.

     Ríkisstjórninni er heimilt að samþykkja breytingar á 2., 4. og 9. gr. samþykkta bankans, þess eðlis að bankinn miði framvegis reikningshald sitt við evrópsku mynteininguna ecu.

4. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1993.