Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 843, 118. löggjafarþing 239. mál: viðlagatrygging (skíðalyftur o.fl.).
Lög nr. 35 28. febrúar 1995.

Lög um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992.


1. gr.

     Í stað „11. gr.“ í 2. gr. laganna kemur: 10. gr.

2. gr.

     Við 2. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
  1. Skíðalyftur.

3. gr.

     6. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Orðin „og 6. gr.“ í 9. gr. laganna falla brott.

5. gr.

     3. tölul. 10. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 2. tölul. verður svohljóðandi: Af munum sem vátryggðir eru skv. 1.–5. tölul. 2. mgr. 5. gr., 0,20‰.
  2. 3. tölul. verður svohljóðandi: Af munum, sem vátryggðir eru skv. 6. tölul. 2. mgr. 5. gr., reiknast iðgjald eftir reglum sem stjórn stofnunarinnar setur.
  3. Orðin „og 6. gr.“ í 4. mgr. falla brott.

7. gr.

     Á eftir 1. málsl. 21. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur er stjórninni heimilt að veita styrki til fræðslu- og þjálfunarmála þeirra landssamtaka sem hafa samstarfssamning við Almannavarnir ríkisins um skipun hjálparliðs.

8. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Á árinu 1995 skal stjórn Viðlagatryggingar Íslands greiða Ísafjarðarkaupstað 90 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem varð á skíðalyftum á Ísafirði í snjóflóðum veturinn 1994.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1995.