Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 934, 118. löggjafarþing 448. mál: atvinnuleysistryggingar (réttur opinberra starfsmanna, greiðslur bóta, EES-reglur).
Lög nr. 45 7. mars 1995.

Lög um breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 93/1993, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað 1. málsl. 1. mgr. kemur: Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs skipa ellefu menn. Tveir þeirra skulu tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands, einn af Bandalagi háskólamanna-BHMR, einn af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, einn af Vinnuveitendasambandi Íslands, einn af fjármálaráðuneytinu og einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjórir stjórnarmenn skulu kosnir á Alþingi með hlutfallskosningu.
 2. Stjórnin setur sér reglur um störf sín, þar á meðal um það hvort stjórnin skipti með sér verkum þannig að hún geti starfað í tveimur hlutum sem hvor fyrir sig geti verið ályktunarhæfur. Allir aðalmenn í stjórninni skulu þó taka þátt í gerð umsagna og tillagna um breytingar á lögum og reglum um atvinnuleysistryggingar og meiri háttar ákvörðunum sem snerta fjárhag sjóðsins. Formaður skal sitja fundi í báðum hlutum stjórnarinnar sem oddamaður.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum hans.
 4. 3. mgr. fellur brott.

3. gr.

     1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo:
     Sá sem fullnægir skilyrðum bótaréttar skv. 16. gr., en tekur að stunda nám eða verður að hverfa frá vinnu af heimilisástæðum, heldur í allt að 24 mánuði þeim bótarétti sem hann hafði áunnið sér.

4. gr.

     Við 20. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Bótaþegi, sem er í atvinnuleit í EES-landi, skal sæta reglum þess lands um eftirlit og skráningu hjá vinnumiðlun.

5. gr.

     2. mgr. 24. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Á eftir 24. gr. laganna kemur ný grein, 24. gr. a, sem orðast svo:
     Við ákvörðun bóta til manns, sem starfaði sem launamaður áður en hann varð atvinnulaus, er heimilt að taka tillit til starfstímabila sem hann á að baki í EES-landi, enda hafi hann fallið undir löggjöf um bætur vegna atvinnuleysis í því landi og leggi fram tilskilin vottorð um áunnin starfstímabil og tryggingatímabil þar.
     Ráðherra setur með reglugerð nánari reglur um hvaða skilyrðum þarf að vera fullnægt til að njóta réttar skv. 1. mgr.

7. gr.

     Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Úthlutunarnefnd fyrir opinbera starfsmenn skal, eftir því hver á hlut að máli, skipuð þremur mönnum frá viðkomandi bandalagi opinberra starfsmanna, eða stéttarfélagi sem er utan bandalaga, einum fulltrúa frá fjármálaráðuneyti og einum fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn skulu vera jafnmargir og aðalmenn og valdir með sama hætti og þeir.

8. gr.

     Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í 5. mgr. 27. gr. laganna kemur: vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins.

9. gr.

     Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 28. gr. laganna kemur: vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins.
 2. Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í lokamálslið 1. mgr. kemur: vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins.
 3. Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Umboðsmenn vinnumálaskrifstofunnar skulu mánaðarlega senda skrifstofunni bótaskrár, sem þeir hafa afgreitt í liðnum mánuði, ásamt fylgiskjölum.
 3. 3. mgr., sem verður 2. mgr., orðast svo:
 4.      Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs er heimilt að fela öðrum aðila en úthlutunarnefnd skv. 1. mgr. 25. gr. að annast úthlutun atvinnuleysisbóta ef eftir því er leitað og samkomulag verður um fyrirkomulag.

12. gr.

     Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í 31. gr. laganna kemur: vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins.

13. gr.

     Á eftir 41. gr. a laganna kemur ný grein, 41. gr. b, sem orðast svo:
     Heimilt er að birta sem reglugerðir reglur Evrópusambandsins um atvinnuleysisbætur, enda eigi ákvæði þeirra stoð í lögum þessum.

14. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu skal fella meginmál þeirra, svo og III. kafla laga nr. 116/1993 og 9.– 17. gr. laga nr. 127/1993, inn í lög nr. 93/1993 og gefa þau út svo breytt.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
     Bandalag háskólamanna-BHMR, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga skulu þegar eftir gildistöku þessara laga öðlast rétt til að eiga einn fulltrúa, hver aðili fyrir sig, í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs sem skulu eiga sæti í stjórninni þar til ný stjórn verður skipuð eftir næstu alþingiskosningar.
II.
     Á árunum 1995 og 1996 er Atvinnuleysistryggingasjóði heimilt að greiða þeim sem þegið hafa atvinnuleysisbætur í samtals fjóra mánuði eða lengur á tólf mánaða tímabili sambærilega uppbót og kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins gera ráð fyrir. Í reglugerð sem félagsmálaráðherra setur, að fengnum tillögum stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, skal setja nánari reglur um uppbótina.

Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 1995.