Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 425, 117. löggjafarþing 86. mál: lagaákvæði á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna EES.
Lög nr. 116 20. desember 1993.

Lög um breytingar á lagaákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.


I. KAFLI
Um breytingar á lögum um heilbrigðisstéttir.
Breytingar á læknalögum, nr. 53/1988, sbr. breytingu nr. 50/1990.

1. gr.

 1. 1. gr. laganna orðast svo:
 2.      Rétt til þess að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni hefur:
  1. sá sem fengið hefur leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 2. og 3. gr.,
  2. sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á lækningaleyfi í landi sem aðili er að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.
  3.      Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um þá sem stunda mega lækningar hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.
 3. 2. gr. laganna orðast svo:
 4.      Leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. skal veita þeim sem lokið hefur prófi frá læknadeild Háskóla Íslands svo og viðbótarnámi í heilbrigðisstofnunum hér á landi eftir reglum sem ráðherra setur að fengnum tillögum læknadeildar Háskóla Íslands.
       Viðbótarnámi skv. 1. mgr. má ljúka erlendis við heilbrigðisstofnanir sem fullnægja skilyrðum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, læknadeildar Háskóla Íslands og landlæknis.
       Áður en leyfi er veitt samkvæmt þessari grein skal leita umsagnar landlæknis og læknadeildar Háskóla Íslands.
       Óheimilt er að veita manni lækningaleyfi ef 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga á við um hagi hans eða ef landlæknir eða læknadeild telja hann óhæfan vegna heilsubrests, t.d. vegna áfengis- eða eiturlyfjaneyslu, eða vegna þess að hann hafi kynnt sig af alvarlegu hirðuleysi eða ódugnaði í störfum.
 5. 3. gr. laganna orðast svo:
 6.      Veita má manni, sem lokið hefur sambærilegu prófi og um getur í 1. mgr. 2. gr. í landi utan hins Evrópska efnahagssvæðis, leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. uppfylli hann skilyrði 2. gr. að öðru leyti. Áður en slíkt leyfi er veitt skal leita umsagnar læknadeildar Háskóla Íslands sem getur sett sem skilyrði að viðkomandi gangi undir próf í lögum og reglum er varða störf lækna hér á landi og sanni kunnáttu í mæltu og rituðu íslensku máli. Læknadeild Háskóla Íslands getur krafist þess að umsækjandi sanni kunnáttu sína í læknisfræði með því að gangast undir próf.
 7. 5. gr. laganna orðast svo:
 8.      Læknir hefur rétt til að kalla sig sérfræðing og starfa sem slíkur hér á landi hafi:
  1. hann fengið til þess leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra,
  2. hann fengið staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á sérfræðingsleyfi í landi sem aðili er að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.
       Ráðherra setur reglur um nám sérfræðinga að fengnum tillögum læknadeildar Háskóla Íslands.
       Áður en leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. er veitt skal leita umsagnar landlæknis og nefndar sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn og í eiga sæti einn fulltrúi Læknafélags Íslands og tveir fulltrúar læknadeildar Háskóla Íslands og skal annar þeirra vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
       Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um þá sem mega kalla sig sérfræðinga og starfa sem slíkir hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.
 9. 1. málsl. 6. gr. laganna orðast svo: Sá einn á rétt á því að kalla sig lækni og stunda lækningar sem uppfyllir skilyrði 1. gr.
 10. Fyrirsögn í staflið A í VII. kafla verður: Brottfall og svipting lækningaleyfis og staðfestingar á lækningaleyfi.
 11. Við 27. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar, 3. og 4. mgr., svohljóðandi:
 12.      Nú er einstaklingur, sem hér starfar á grundvelli leyfis skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. eða 2. tölul. 1. mgr. 5. gr., sviptur því leyfi og fellur þá niður heimild hans til að starfa á grundvelli þess hér á landi.
       Ákvæðum þessa kafla skal beitt eftir því sem við á gagnvart þeim sem fengið hafa staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. eða 2. tölul. 1. mgr. 5. gr.

Breytingar á lögum um tannlækningar, nr. 38/1985.

2. gr.

 1. 1. gr. laganna orðast svo:
 2.      Rétt til þess að stunda tannlækningar hér á landi og kalla sig tannlækni hefur:
  1. sá sem fengið hefur leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 2. og 3. gr.,
  2. sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á tannlækningaleyfi í landi sem aðili er að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.
       Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um þá sem stunda mega tannlækningar hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.
 3. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
 4.      Leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. skal veita þeim sem lokið hefur prófi frá tannlæknadeild Háskóla Íslands.
 5. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
 6.      Veita má manni, sem lokið hefur sambærilegu prófi og um getur í 1. mgr. 2. gr. í landi utan hins Evrópska efnahagssvæðis, leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. Tannlæknadeild Háskóla Íslands getur sett það skilyrði fyrir meðmælum sínum að umsækjandi sanni deildinni hæfni sína með prófi. Sé um erlenda ríkisborgara, aðra en ríkisborgara frá EES-landi, að ræða skulu þeir enn fremur sanna fullnægjandi kunnáttu sína í íslenskri tungu. Binda má leyfið við ákveðinn tíma. Leita skal umsagnar Tannlæknafélags Íslands og landlæknis.
 7. 5. gr. laganna orðast svo:
 8.      Tannlæknir hefur rétt til að kalla sig sérfræðing og starfa sem slíkur hér á landi hafi:
  1. hann fengið til þess leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra,
  2. hann fengið staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á sérfræðingsleyfi frá landi sem aðili er að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.
       Ráðherra setur reglur um nám sérfræðinga að fengnum tillögum nefndar sem hann skipar til þriggja ára í senn. Í nefndinni skulu eiga sæti deildarforseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og er hann jafnframt formaður, yfirtannlæknir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og aðili tilnefndur af Tannlæknafélagi Íslands. Nefnd þessi skal einnig gefa umsögn um umsóknir um sérfræðileyfi og skal við meðferð einstakra mála heimilt að kveðja til tvo sérfróða tannlækna í þeirri sérgrein sem sótt er um viðurkenningu á. Fá þeir þá einnig atkvæðisrétt í nefndinni.
       Ráðherra skal með reglugerð setja nánari reglur um þá sem kalla mega sig sérfræðinga í tannlækningum skv. 2. tölul. 1. mgr.
 9. Við 12. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, sem verða 3. og 4. mgr., svohljóðandi:
 10.      Ákvæðum 1. og 2. mgr. svo og ákvæðum 13. gr. skal beitt eftir því sem við á gagnvart þeim sem fengið hafa staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. eða 2. tölul. 1. mgr. 5. gr.
       Nú er einstaklingur, sem hér starfar á grundvelli leyfis skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. eða 2. tölul. 1. mgr. 5. gr., sviptur því leyfi og fellur þá niður heimild hans til að starfa á grundvelli þess hér á landi.

Breytingar á lögum um lyfjafræðinga, nr. 35/1978, sbr. breytingar nr. 57/1986 og 23/1991.

3. gr.

 1. 1. gr. laganna orðast svo:
 2.      Rétt til þess að kalla sig lyfjafræðing og starfa sem slíkur hér á landi hefur:
  1. sá sem fengið hefur leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 2. og 3. gr.,
  2. sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á lyfjafræðingsleyfi í landi sem aðili er að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.
  3.      Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um þá sem hér mega starfa á grundvelli 2. tölul. 1. mgr.
 3. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Rétt til þess að fá leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. hefur sá einn sem lokið hefur háskólaprófi eða hliðstæðu prófi í lyfjafræði lyfsala sem metið er gilt að dómi fastráðinna kennara í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands.
 4. Við 13. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, 3. og 4. mgr., svohljóðandi:
 5.      Nú er einstaklingur, sem hér starfar á grundvelli leyfis skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr., sviptur því leyfi og fellur þá niður heimild hans til að starfa hér á landi.
       Ákvæðum þessa kafla skal beitt eftir því sem við á gagnvart þeim sem hlotið hafa staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr.
 6. 17. gr. laganna orðast svo:
 7.      Veita má erlendum ríkisborgara í landi utan hins Evrópska efnahagssvæðis leyfi skv. I. og II. kafla laga þessara ef þeir fullnægja að öðru leyti þeim skilyrðum sem þar eru sett.

Breytingar á hjúkrunarlögum, nr. 8/1974, sbr. breytingar nr. 32/1975 og 58/1984.

4. gr.

 1. 1. gr. laganna orðast svo:
 2.      Rétt til þess að stunda hjúkrun hér á landi og kalla sig hjúkrunarfræðing hefur:
  1. sá sem fengið hefur leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 2. gr.,
  2. sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á hjúkrunarleyfi í landi sem aðili er að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.
  3.      Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um þá sem stunda mega hjúkrun hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.
 3. 2. gr. laganna orðast svo:
 4.      Leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. skal veita þeim sem lokið hefur prófi í hjúkrunarfræðum frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.
       Ráðherra getur og veitt hjúkrunarleyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. þeim sem lokið hefur sambærilegu prófi og um getur í 1. mgr. í landi utan hins Evrópska efnahagssvæðis, enda teljist umsækjandi að öðru leyti hæfur að dómi hjúkrunarráðs.
       Hjúkrunarráð skal skipað þremur mönnum til fjögurra ára og skal einn tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, einn af menntamálaráðuneyti og einn af Hjúkrunarfélagi Íslands.
       Útlendingar, sem sækja um leyfisveitingu skv. 2. mgr., skulu hafa næga kunnáttu í töluðu og rituðu íslensku máli.
 5. Á eftir 2. mgr. 7. gr. koma tvær nýjar málsgreinar, sem verða 3. og 4. mgr., svohljóðandi:
 6.      Ákvæðum 1. og 2. mgr. skal eftir því sem við á beitt gagnvart þeim sem hlotið hafa staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr.
       Nú er einstaklingur, sem hér starfar á grundvelli leyfis skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr., sviptur því leyfi og fellur þá niður heimild hans til að starfa hér á landi.

Breytingar á ljósmæðralögum, nr. 67/1984.

5. gr.

 1. 1. gr. laganna orðast svo:
 2.      Rétt til þess að kalla sig ljósmóður og stunda ljósmóðurstörf hér á landi hefur:
  1. sá sem fengið hefur leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 2. gr.,
  2. sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á ljósmæðraleyfi í landi sem aðili er að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.
  3.      Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um þá sem stunda mega ljósmóðurstörf hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.
 3. 2. gr. laganna orðast svo:
 4.      Leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. skal veita þeim sem lokið hefur prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands.
       Ráðherra getur veitt öðrum leyfi er lokið hafa jafngildu námi erlendis í löndum utan EES-svæðisins að fenginni umsögn ljósmæðraráðs sem ráðherra skipar. Ljósmæðraráð skal skipað þremur aðilum til fimm ára og skal einn tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, einn af Ljósmæðrafélagi Íslands og einn af Ljósmæðraskóla Íslands.
       Útlendingar, sem sækja um leyfisveitingu skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr., skulu hafa næga kunnáttu í töluðu og rituðu íslensku máli.

Breytingar á lögum um iðjuþjálfun, nr. 75/1977, sbr. breytingu nr. 23/1991.

6. gr.

 1. 2. gr. laganna orðast svo:
 2.      Leyfi skv. 1. gr. skal veita íslenskum ríkisborgurum og ríkisborgurum í EES-ríki sem lokið hafa prófi frá skóla sem viðurkenndur er fullkominn iðjuþjálfaskóli af heilbrigðisstjórn þess lands sem námið er stundað í. Leita skal umsagnar stjórnar námsbrautar í iðjuþjálfun við Háskóla Íslands og landlæknis áður en leyfi er veitt.
 3. 3. gr. laganna orðast svo:
 4.      Nú uppfyllir maður skilyrði 2. gr. að öðru leyti en því að hann hefur hvorki íslenskt ríkisfang né ríkisfang í EES-ríki og er þá ráðherra heimilt að veita honum ótakmarkað eða tímabundið leyfi til að stunda iðjuþjálfun, enda hafi stjórn námsbrautar í iðjuþjálfun við Háskóla Íslands og landlæknir mælt með leyfisveitingunni.

Breytingar á lögum um sjúkraþjálfun, nr. 58/1976, sbr. breytingu nr. 23/1991.

7. gr.

 1. 2. gr. laganna orðast svo:
 2.      Leyfi skv. 1. gr. skal veita íslenskum ríkisborgurum og ríkisborgurum í EES-ríki sem lokið hafa prófi frá skóla sem viðurkenndur er fullkominn sjúkraþjálfunarskóli af heilbrigðisstjórn þess lands sem námið er stundað í. Leita skal umsagnar stjórnar námsbrautar í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og landlæknis áður en leyfi er veitt.
 3. 3. gr. laganna orðast svo:
 4.      Nú uppfyllir maður skilyrði 2. gr. að öðru leyti en því að hann hefur hvorki íslenskt ríkisfang né ríkisfang í EES-ríki og er þá ráðherra heimilt að veita honum ótakmarkað eða tímabundið leyfi til að stunda sjúkraþjálfun, enda hafi stjórn námsbrautar í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og landlæknir mælt með leyfisveitingunni.

Breytingar á lögum um sjóntækjafræðinga, nr. 17/1984, sbr. breytingu nr. 23/1991.

8. gr.

 1. 2. gr. laganna orðast svo:
 2.      Leyfi skv. 1. gr. skal veita íslenskum ríkisborgurum og ríkisborgurum í EES-ríki sem lokið hafa prófi frá skólum sem viðurkenndir eru sem slíkir af heilbrigðisstjórn þess lands sem námið er stundað í. Leita skal umsagnar prófessorsins í augnlækningum við Háskóla Íslands, félags sjóntækjafræðinga og landlæknis áður en leyfið er veitt.
 3. 3. gr. laganna orðast svo:
 4.      Nú uppfyllir maður skilyrði 2. gr. að öðru leyti en því að hann hefur hvorki íslenskt ríkisfang né ríkisfang í EES-ríki og er þá ráðherra heimilt að veita honum ótakmarkað eða tímabundið leyfi að fenginni umsögn sömu aðila og um getur í 2. gr.

II. KAFLI
Um breytingar á lagaákvæðum á vátryggingarsviði.
Breytingar á lögum um bátaábyrgðarfélög, nr. 18/1976.

9. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Allir skipaeigendur, sem eiga vélskip með þilfari 100,49 rúmlestir brúttó að stærð eða minni, sem aðallega eru ætluð til fiskveiða við Ísland, skulu skyldir að vátryggja þau hjá bátaábyrgðarfélagi sem starfar samkvæmt lögum þessum eða hjá öðru vátryggingafélagi sem hlotið hefur starfsleyfi, og með þeim skilmálum sem settir eru í lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim.
 3. 3. mgr. fellur brott.

10. gr.

     1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra getur heimilað bátaábyrgðarfélagi að reka aðrar greinar vátrygginga í samræmi við ákvæði laga um vátryggingarstarfsemi.

11. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Bátaábyrgðarfélag það, sem nú starfar í Vestmannaeyjum, er undanþegið ákvæðum þessara laga. Þó skal því skylt, sé þess óskað, að tryggja fiskiskip sem skrásett eru í Vestmannaeyjum og eru innan þeirra stærðartakmarka sem ákveðin eru í 2. gr. laganna. Einnig skal það háð ákvæðum 14. gr. um aðstoð.

12. gr.

     2. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Á hverju vátryggingarsvæði skal vera eitt bátaábyrgðarfélag. Bátaábyrgðarfélagi eða vátryggingafélagi á tilteknu vátryggingarsvæði er skylt, sé þess óskað, að vátryggja vátryggingarskyld fiskiskip sem skrásett eru á því svæði.

13. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
     Félögin geta óskað endurtryggingar hjá Samábyrgðinni á þeim hluta áhættunnar í hinum vátryggðu skipum sem þau bera ekki sjálf og getur hún ekki undan því skorast.

14. gr.

     15. gr. laganna fellur brott.

15. gr.

     1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
     Ef fjárhagur gagnkvæms bátaábyrgðarfélags telst ekki sæmilega traustur getur ráðherra ákveðið að lagt skuli aukaiðgjald á vátryggðu. Gjald þetta má eigi vera hærra en 20% af iðgjöldum af vátryggðum skipum og 100% af iðgjöldum trygginga sem snerta útgerð fiskiskipa. Gjald þetta renni í sjóð félaganna.

16. gr.

     19. gr. laganna fellur brott.

17. gr.

     21. gr. laganna orðast svo:
     Ákvæði laga þessara gilda eftir því sem við getur átt um vátryggingafélög önnur en bátaábyrgðarfélög sem vátryggja fiskiskip 100,49 rúmlestir eða minni.

18. gr.

     22. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þar á meðal um vátryggingaskilmála.

19. gr.

     Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
 1. (I.)
 2.      Setja skal bátaábyrgðarfélögum félagssamþykktir, þar á meðal ákvæði um eignarhald og félagsslit eigi síðar en á aðalfundi 1994.
 3. (II.)
 4.      Bátaábyrgðarfélög hafa frest til 1. janúar 1995 til að færa starfsemi sína að fullu til samræmis við ákvæði laga þessara. Vátryggingasamningar halda gildi sínu fram til þess tíma, að því undanskildu að við eigendaskipti á bátum, sem undir lögin falla, er nýjum eiganda frjálst að skipta um tryggingafélag.

Breytingar á lögum um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, nr. 37/1978, með síðari breytingu.

20. gr.

     1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Samábyrgðin tekst á hendur:
 1. Endurtryggingu á skipum.
 2. Aðrar endurtryggingar.
 3. Frumtryggingar á skipum.
 4. Frumtryggingar á skipum sem ríkissjóður eða ríkisstofnanir gera út eða sjá um útgerð á.
 5. Aðrar greinar vátrygginga sem ráðherra heimilar í samræmi við ákvæði laga um vátryggingarstarfsemi.
 6. Aðra fyrirgreiðslu til fiskiskipaútgerðar sem stofnunin getur í té látið að mati stjórnarinnar og rúmast innan laga um vátryggingarstarfsemi.


21. gr.

     3. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

22. gr.

     16. gr. laganna fellur brott.

23. gr.

     17. gr. laganna fellur brott.

24. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Samábyrgð Íslands á fiskiskipum hefur frest til 1. janúar 1995 til að færa starfsemi sína að fullu til samræmis við ákvæði laga þessara. Endurtryggingasamningar félagsins halda gildi sínu fram til þess tíma. Vátryggingasamningar halda og gildi sínu fram til þess tíma að því undanskildu að við eigendaskipti á bátum, sem undir lögin falla, er nýjum eiganda frjálst að skipta um tryggingafélag.

Breyting á lögum um ófriðartryggingar, nr. 2/1944, sbr. breytingu nr. 10/1983.

25. gr.

     3. mgr. 1. gr. laganna fellur niður.

Breytingar á lögum um innlenda endurtryggingu, stríðsslysatryggingu skipshafna o.fl., nr. 43/1947, sbr. breytingar nr. 61/1962, 5/1964, 29/1977, 10/1983 og 45/1993.

26. gr.

     15. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra getur ákveðið að skylt sé að tryggja hjá vátryggingafélagi fyrir stríðsslysum skipshafnir á öllum íslenskum skipum og bátum. Vátryggingarskylda hvílir á útgerðarmanni skipsins og má ekki færa þeim sem vátryggðir eru iðgjöldin til útgjalda. Gildir það jafnt þótt skipverji taki aflahlut í stað kaups.

Brottfall laga um ávöxtun fjár tryggingafélaga, nr. 17/1964, sbr. breytingar nr. 26/1973 og 10/1983.

27. gr.

     Lög um ávöxtun fjár tryggingafélaga, nr. 17/1965, sbr. breytingar nr. 26/1973 og 10/1983, falla úr gildi.

Breytingar á lögum um búfjártryggingar, nr. 20/1943, með síðari breytingum.

28. gr.

 1. 2. gr. laganna orðast svo:
 2.      Verkefni búfjártryggingadeildar er að selja og annast vátryggingu búfjár gegn vanhöldum og slysum, sbr. 3. gr.
 3. Í 1. málsl. 3. gr. laganna falla niður orðin: í deildinni.
 4. 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Heimilt er að tryggja gegn venjulegum vanhöldum og slysum.
 5. 2. mgr. 4. gr. laganna fellur niður.
 6. 8. gr. laganna fellur niður.
 7. 9. gr. laganna fellur niður.
 8. 1. og 2. mgr. 11. gr. laganna falla niður og 3. mgr. 11. gr., sem verður 1. mgr., verður svohljóðandi:
 9.      Nú verður ágreiningur milli vátryggingafélags og tjónþola um rétt og skyldu til bóta eða um upphæð bótanna og skal ágreiningnum þá skotið til gerðardóms þriggja manna. Nefni til sinn mann hvor aðili, en viðkomandi dómari oddamanninn. Úrskurður gerðardómsins er fullnaðarúrskurður. Skaðabætur greiðast ekki af hendi fyrr en tjón er að fullu sannað og metið.
 10. 13. gr. laganna fellur niður.
 11. 14. gr. laganna orðast svo:
 12.      Landbúnaðarráðherra getur með reglugerð, að fenginni umsögn Tryggingaeftirlitsins, sett nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.

Breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

29. gr.

     1. mgr. 91. gr. laganna orðast svo:
     Greiðsla á bótakröfu vegna tjóns, sem hlýst af notkun skráningarskylds vélknúins ökutækis, skal vera tryggð með ábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélagi sem er viðurkennt eða skráð af dómsmálaráðherra.

III. KAFLI
Um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 93/1993.

30. gr.

 1. 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
 2.      2. Dvelja hér á landi eða eru í atvinnuleit í EES-landi.
 3. Á eftir 41. gr. kemur ný grein, sem verður 41. gr. a, svohljóðandi:
 4.      Atvinnuleysistryggingasjóði er heimilt fyrir hönd þar til bærrar stofnunar í EES-landi að greiða ríkisborgara í EES-ríki, sem hingað kemur í atvinnuleit, atvinnuleysisbætur, enda endurgreiði sú stofnun sjóðnum þær fjárhæðir sem þannig eru inntar af hendi.

IV. KAFLI
Gildistökuákvæði.

31. gr.

     Lög þessi öðlast gildi um leið og EES-samningurinn. Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu skal fella ákvæði þeirra inn í meginmál þeirra laga sem þau breyta og gefa þau lög út svo breytt.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 1993.