Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 486, 117. löggjafarþing 263. mál: ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994 (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 127 28. desember 1993.

Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1994.


I. KAFLI
Um breytingu á lögum nr. 49/1991, um grunnskóla, með síðari breytingu.

1. gr.

     Eftirtalin ákvæði laganna skulu ekki koma til framkvæmda á fyrri hluta árs 1994 og ekki á skólaárinu 1994–1995:
 1. 3. mgr. 4. gr.
 2. 1. og 6. mgr. 46. gr.

2. gr.

     Í stað orðanna „1992–1993 og skólaárið 1993–1994“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, sbr. 2. gr. laga nr. 4/1993, kemur: 1993–1994 og skólaárið 1994–1995.

Um breytingu á lögum nr. 66/1972, um Tækniskóla Íslands.

3. gr.

     Síðari málsgrein 1. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Á eftir 9. gr. laganna kemur ný grein, 10. gr., og breytist töluröð síðari greina eftir því. Greinin orðast svo:
     Skrásetningargjöld í sérgreinadeildum skólans skulu háð árlegu samþykki skólanefndar og menntamálaráðherra. Skólanefnd ákveður upphæð gjalda er nemendum er gert að greiða við innritun í námsáfanga í undirbúningsdeild og raungreinadeild skólans (frumgreinadeild), svo sem innritunargjöld, efnisgjöld, pappírsgjöld og nemendasjóðsgjöld.

Um breytingu á lögum nr. 55/1978, um búnaðarfræðslu.

5. gr.

     Við 32. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., er orðast svo:
     Skólanefnd og skólastjórar skólanna ákveða upphæð gjalda er nemendum er gert að greiða við innritun í námsáfanga, svo sem innritunargjöld, efnisgjöld, pappírsgjöld og nemendasjóðsgjöld. Upphæð gjalda er háð samþykki ráðherra.

Um breytingu á lögum nr. 91/1936, um garðyrkjuskóla ríkisins.

6. gr.

     Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., er orðast svo:
     Skólanefnd og forstöðumaður ákveða upphæð gjalda er nemendum er gert að greiða við innritun í námsáfanga, svo sem innritunargjöld, efnisgjöld, pappírsgjöld og nemendasjóðsgjöld. Upphæð gjalda er háð samþykki ráðherra.

Um breytingu á lögum nr. 30/1987, um orlof.

7. gr.

     11. gr. laganna, sbr. 91. gr. laga nr. 92/1991, orðast svo:
     Standi launagreiðandi ekki í skilum með útborgun orlofslauna skv. 7. eða 8. gr. vegna greiðsluerfiðleika án þess þó að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta getur launþegi eða hlutaðeigandi verkalýðsfélag í umboði hans snúið sér til ábyrgðasjóðs launa, sbr. lög nr. 53/1993, með orlofslaunakröfuna studda gögnum um fjárhæð hennar, svo sem launaseðlum, vottorði viðkomandi launagreiðanda eða löggilts endurskoðanda hans.
     Ábyrgðasjóðurinn skal þegar í stað skora á vinnuveitanda að greiða kröfuna, en beri það ekki árangur skal ábyrgðasjóðurinn innleysa kröfuna frá launþeganum. Skal það gert innan þriggja vikna frá því að krafa launþegans á hendur ábyrgðasjóðnum var sett fram.
     Á innleysta orlofskröfu ábyrgðasjóðsins falla 7,5% viðurlög við innlausnina. Á kröfuna reiknast síðan mánaðarlegir dráttarvextir samkvæmt vaxtalögum, nr. 25/1987, fyrst 15 dögum eftir innlausn.
     Kröfur ábyrgðasjóðsins vegna innleystrar orlofslaunakröfu eru aðfararhæfar samkvæmt lögum nr. 90/1989. Krafan nýtur sama réttar og krafa launþegans hefði notið í þrotabúi vinnuveitandans.
     Ábyrgð á vangreiddu orlofi samkvæmt grein þessari, svo og kostnað af rekstri málaflokksins, skal fjármagna með ábyrgðargjaldi því sem innheimt er skv. 3. gr. laga nr. 53/1993, um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota.

Um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra.

8. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laganna, um hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra, er á árinu 1994 heimilt að verja allt að 25% af ráðstöfunarfé sjóðsins til eftirfarandi verkefna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra:
 1. liðveislu skv. 25. gr.,
 2. félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 27. gr.,
 3. kostnaðar vegna starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr.
     Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra skal gera tillögur til ráðherra um ráðstöfun fjár skv. a-lið þessarar greinar.

Um breytingu á lögum nr. 93/1993, um atvinnuleysistryggingar.

9. gr.

     Í stað orðanna „þrefalt hærri fjárhæð en“ í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: sömu fjárhæð og.

10. gr.

     Við 7. tölul. 21. gr. laganna bætist nýr málsliður svohljóðandi:
     Nú samsvara tekjurnar eða tekjuígildið ekki hámarksbótum atvinnuleysistrygginga og má þá greiða mismun atvinnuleysisbóta og teknanna eða tekjuígildisins.

11. gr.

     3. mgr. 22. gr. laganna orðast svo:
     Atvinnuleysisbætur skulu greiðast fyrir alla daga nema laugardaga og sunnudaga á hverju bótatímabili sem skal vera 260 dagar eða samtals 52 vikur.

12. gr.

     Við lokamálsgrein 23. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo:
     Nú fær bótaþegi ekki fullar atvinnuleysisbætur og skal þá eingöngu skerða bæturnar hlutfallslega.

13. gr.

     5. mgr. 24. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Nú ber nauðsyn til að skerða dagvinnutíma starfsmanna vegna samdráttar í starfsemi fyrirtækis og skal þá greiða starfsmönnum þann hluta þeirra atvinnuleysisbóta, sem þeir eiga rétt á, sem svarar til skerðingar dagvinnutímans, enda taki ráðstafanir þessar almennt til starfsmanna fyrirtækisins eða starfsmanna í einstökum greinum starfsemi þess ef um fleiri en eina er að ræða. Fyrirsjáanlega skerðingu vinnutíma skal atvinnurekandi tilkynna fyrir fram til stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs og gera ítarlega grein fyrir ástæðum til samdráttar. Tilkynningu skal fylgja skrá um það starfsfólk sem ráðgert er að skerðingin taki til ásamt upplýsingum um dagvinnustundafjölda einstakra starfsmanna hjá fyrirtækinu á síðustu 12 mánuðum áður en til skerðingar kemur, svo og upplýsingum um stéttarfélög viðkomandi. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs staðreynir skrána, svo og síðari upplýsingar um það fólk sem skerðingin tekur til, og sendir til úthlutunarnefnda atvinnuleysisbóta fyrir þau félög, sem starfsmenn eru félagar í, sem síðan úrskurða um bótarétt. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs er heimilt að synja um greiðslu atvinnuleysisbóta samkvæmt þessari málsgrein ef hún telur að fyrirtæki hafi ekki tilgreint nægilegar ástæður til samdráttar. Ekki verða greiddar bætur samkvæmt þessari grein lengur en 30 bótadaga fyrir hvern starfsmann á almanaksári. Komi til uppsagna starfsmanna falla greiðslur niður og eiga þeir ekki bótarétt að nýju fyrr en að loknum uppsagnarfresti.

14. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að sameina úthlutunarnefndir tveggja eða fleiri félaga eða félagasambanda.
 2. Í stað orðanna „Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs“ í 2. mgr. kemur: Ráðherra.

15. gr.

     1. mgr. 30. gr. laganna orðast svo:
     Úthlutunarnefndir annast greiðslu bóta til einstakra bótaþega nema ráðherra ákveði annað.

16. gr.

     34. gr. laganna fellur brott.

17. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða IV:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Á árinu 1994 skulu sveitarfélög greiða 600 m.kr. til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Sveitarfélög með 300 íbúa eða fleiri greiði 2.312 kr. fyrir hvern íbúa, en sveitarfélög með færri en 300 íbúa greiði 1.387 kr. á hvern íbúa. Miða skal við íbúafjölda 1. desember 1993. Um innheimtu gjaldsins skal fjármálaráðherra setja reglugerð.
       Þrátt fyrir ákvæði 37. gr. skal stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs heimilt á árinu 1994 að gera tillögur um ráðstöfun á þessu fjármagni sem sveitarfélögin greiða til sjóðsins, auk allt að 600 m.kr. af öðru ráðstöfunarfé sjóðsins á árinu 1994, til að styrkja sérstök verkefni á vegum sveitarfélaga til eflingar atvinnulífi, enda verði dregið samsvarandi úr greiðslum atvinnuleysisbóta á viðkomandi stað. Úthlutun styrkja skal vera í samræmi við reglur sem ráðherra setur að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á árinu 1994 skal einn fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga taka sæti í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Tillögur sjóðstjórnar um styrkveitingu skulu staðfestar af ráðherra.
 3. Í stað „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. og 4. málsl. 2. mgr. kemur: ráðherra.

II. KAFLI

18. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. laga nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins, skal framlag ríkissjóðs eigi vera hærra en 12 m.kr. á árinu 1994.

19. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 22. og 23. gr. laga nr. 68/1985, útvarpslaga, skulu tekjur á árinu 1994 vegna aðflutningsgjalda af innfluttum hljóðvarps- og sjónvarpstækjum ásamt fylgihlutum renna í ríkissjóð.

20. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 46. gr. laga nr. 88/1989, þjóðminjalaga, skal framlag ríkissjóðs í Húsafriðunarsjóð eigi nema hærri fjárhæð en 10,5 m.kr. á árinu 1994. Þrátt fyrir ákvæði 49. gr. sömu laga skal kostnaður við húsafriðunarnefnd greiðast úr Húsafriðunarsjóði.

21. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. tölul. 4. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, sbr. 1. gr. laga nr. 41/1982, um framlag ríkissjóðs til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, falla þær greiðslur niður á árinu 1994.

22. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laga nr. 84/1989, um búfjárrækt, skal framlag ríkissjóðs til launa og vegna ræktunarstöðva eigi vera hærra en 34,8 m.kr. á árinu 1994.

23. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 7. gr. laga nr. 56/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 65/1979, jarðræktarlaga, skal framlag ríkissjóðs til launa og aksturs héraðsráðunauta eigi vera hærra en 40,1 m.kr. á árinu 1994.

24. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 9. gr. laga nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, og 7. gr. laga nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, er landbúnaðarráðherra heimilt að innheimta gjald af sláturleyfum til greiðslu kostnaðar sem af yfirmati samkvæmt lögunum leiðir.

25. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði c- og d-liða 3. gr. laga nr. 44/1976, um Fiskveiðasjóð Íslands, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1994.

26. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 21/1981, um Kirkjubyggingasjóð, skal framlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 1 m.kr. á árinu 1994.

27. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði c-liðar 5. gr. laga nr. 51/1972, um Bjargráðasjóð, sbr. 1. gr. laga nr. 57/1980, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1994. Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 5. gr. sömu laga skal innheimta 0,3% af söluvörum landbúnaðarins á árinu 1994 í stað 0,6%.

28. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laga nr. 39/1964, um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, skal framlag ríkissjóðs til gæsluvistarsjóðs falla niður á árinu 1994.

29. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 42. gr. laga nr. 108/1984, lyfjalaga, skal framlag ríkissjóðs til Lyfsölusjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 0,9 m.kr. á árinu 1994.

30. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 31. gr. laga nr. 69/1984, hafnalaga, skal framlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs ekki nema hærri fjárhæð en 90 m.kr. á árinu 1994.

31. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 8. og 24. gr. laga nr. 79/1985, um skipulag ferðamála, sbr. 4. gr. laga nr. 59/1988, skal framlag ríkissjóðs til Ferðamálasjóðs og til sérstakra verkefna Ferðamálaráðs samkvæmt fyrrnefndum lögum ekki nema hærri fjárhæð en 68 m.kr. á árinu 1994.

32. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, sbr. 67. gr. laga nr. 111/1992 og 30. gr. laga nr. 29/1993, skulu 370 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögunum renna í ríkissjóð á árinu 1994.

33. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 35. gr. laga nr. 19/1964, skipulagslaga, sbr. 1. gr. laga nr. 42/1974, skal mótframlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 31,5 m.kr. á árinu 1994.

34. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 3., 4., 5. og 13. gr. laga nr. 52/1957, um eyðingu refa og minka, sbr. 33. gr. laga nr. 1/1992, skal framlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 28 m.kr. á árinu 1994. Ríkissjóður endurgreiðir ekki á árinu 1994 kostnað við refa- og minkaveiðar í sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 2.000, miðað við íbúafjölda 1. desember 1993. Umhverfisráðherra er heimilt, að fengnum tillögum veiðistjóra, að ákveða að ríkissjóður taki ekki þátt í kostnaði við minkaveiðar, grenjaleit og grenjavinnslu á tilteknum svæðum. Umhverfisráðuneyti skal auglýsa fyrir 1. maí 1994 til hvaða landsvæða ákvörðunin tekur og hver séu mörk þeirra. Sveitarstjórnum og stjórnum upprekstrarfélaga er heimilt á árinu 1994 að fella niður grenja- og minkaleitir á svæðum þar sem ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við veiðarnar og umhverfisráðuneyti auglýsir skv. 4. málsl. þessarar greinar. Ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við leit að tófugrenjum nema veiðistjóri samþykki leitina fyrir fram.

35. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, skal á árinu 1994 heimilt að ráðstafa allt að 20 m.kr. af sérstökum eignarskatti samkvæmt lögunum til framkvæmda við Þjóðskjalasafn.

36. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 5. gr. laga 94/1984, um kvikmyndamál, skal framlag ríkissjóðs til Kvikmyndasjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 99,4 m.kr. á árinu 1994.

37. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1994.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1993.