Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 404, 120. löggjafarþing 205. mál: aukatekjur ríkissjóðs (breyting grunngjalda, áfengisinnflutningur o.fl.).
Lög nr. 140 19. desember 1995.

Lög um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, sbr. lög nr. 1/1992 og lög nr. 50/1994.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Í stað 9. tölul. koma þrír töluliðir er orðast svo:
    1. Leyfi til vátryggingarmiðlunar 50.000 kr.
    2. Bráðabirgðaleyfi til vátryggingarmiðlunar 10.000 kr.
    3. Leyfi til fasteignasölu 50.000 kr.
  2. Á eftir 20. tölul., er verður 22. tölul., koma fjórir nýir töluliðir er orðast svo:
    1. Áfengisinnflutningsleyfi 15.000 kr.
    2. Áfengisheildsöluleyfi 30.000 kr.
    3. Árlegt eftirlitsgjald þeirra sem hafa leyfi til innflutnings og heildsölu með áfengi og tóbak, sbr. lög nr. 63/1969, með síðari breytingum, 5.000 kr.
    4. Árlegt eftirlitsgjald framleiðenda áfengis 50.000 kr.
  3. Röð annarra töluliða breytist í samræmi við breytingar skv. a- og b-liðum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Í stað 1. tölul. koma tveir töluliðir er orðast svo:
    1. Skráning hlutafélags og samvinnufélags 150.000 kr.
    2. Skráning einkahlutafélags 75.000 kr.
  2. Á eftir 4. tölul., sem verður 5. tölul., koma tveir nýir töluliðir, sem verða 6. og 7. tölul., er orðast svo:
    1. Umskráning hlutafélaga í einkahlutafélög 5.000 kr.
    2. Umskráning einkahlutafélaga í hlutafélög 75.000 kr.
  3. Röð annarra töluliða breytist í samræmi við breytingar skv. a- og b-liðum.

3. gr.

     1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
     Fyrir að afgreiða útlend fiskiskip sem koma hingað einvörðungu vegna fiskveiða og vöru- og flutningaskip sem koma frá útlöndum og fyrir að láta af hendi þau skilríki er skipið á að fá hér á landi skal greiða 20 kr. af hverju nettótonni skipsins. Hálft nettótonn eða þar yfir telst heilt. Af farþegaskipum skal greiða fjórðung gjalds.

4. gr.

     Við 16. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Fyrir eftirgerð af hljóðupptökum skal greiða eftirfarandi gjald:
  1. Fyrir eftirgerð af hljóðupptöku, 90 mín., 400 kr.
  2. Fyrir eftirgerð hljóðupptöku, 60 mín., 350 kr.
  3. Fyrir eftirgerð myndbandsupptöku 1.000 kr.

5. gr.

     19. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Heiti X. kafla laganna verður: Ljósrit, endurrit og eftirgerð.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu er heimilt að fella meginmál þeirra inn í lög nr. 88 31. desember 1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1995.