Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 487, 120. löggjafarþing 225. mál: ráðstafanir í ríkisfjármálum (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 144 28. desember 1995.

Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1996.


Um breytingu á lögum nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins.

1. gr.

     1. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Árlegt framlag úr ríkissjóði eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 94/1984, um kvikmyndamál.

2. gr.

     1. tölul. 5. gr. laganna orðast svo: Árlegt framlag úr ríkissjóði eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 68/1985, útvarpslögum, með síðari breytingum.

3. gr.

     Orðin „aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og hlutum í þau“ í 2. mgr. 22. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     2. mgr. 23. gr. laganna fellur brott.

Um breytingu á lögum nr. 88/1989, þjóðminjalögum, með síðari breytingum.

5. gr.

     2. og 3. mgr. 46. gr. laganna orðast svo:
     Tekjur sjóðsins eru:
 1. framlag ríkissjóðs eftir því sem ákveðið er í fjárlögum,
 2. framlag sveitarfélaga,
 3. frjáls framlög.
     Framlag sveitarfélaga skal miðað við að það nemi 150 kr. á hvern íbúa hlutaðeigandi sveitarfélags.

Um breytingu á lögum nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, með síðari breytingum.

6. gr.

      Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 1. tölul. orðast svo: Framlag ríkissjóðs eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.
 2. 5. tölul. fellur brott.

Um breytingu á lögum nr. 84/1989, um búfjárrækt, með síðari breytingum.

7. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laganna skal framlag ríkissjóðs til launa og vegna ræktunarstöðva eigi vera hærra en 34,8 m.kr. á árinu 1996.

Um breytingu á lögum nr. 56/1987, jarðræktarlögum, með síðari breytingum.

8. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. laganna skal framlag ríkissjóðs til launa og aksturs héraðsráðunauta eigi vera hærra en 42,9 m.kr. á árinu 1996.

Um breytingu á lögum nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, með síðari breytingum.

9. gr.

     Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Ráðherra skal heimilt að innheimta gjald af sláturleyfishöfum til greiðslu kostnaðar ríkissjóðs af yfirmati sem af lögum þessum leiðir. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um innheimtu gjaldsins með reglugerð.

Um breytingu á lögum nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, með síðari breytingum.

10. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Ráðherra skal heimilt að innheimta gjald af sláturleyfum til greiðslu kostnaðar ríkissjóðs af yfirmati sem af lögum þessum leiðir. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um innheimtu gjaldsins með reglugerð.

Um breytingu á lögum nr. 44/1976, um Fiskveiðasjóð Íslands, með síðari breytingum.

11. gr.

     C- og d-liður 3. gr. laganna falla brott.

Um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

12. gr.

     Á eftir 2. mgr. 18. gr. laganna kemur ný málsgrein er orðast svo:
     Innheimta skal sérstakt gjald vegna afla báta er veiðar stunda með línu og handfærum með dagatakmörkunum skv. 1.–8. mgr. 6. gr. og vegna þess helmings afla sem ekki telst til aflamarks við línuveiðar yfir vetrarmánuðina skv. 6. mgr. 10. gr. Skal gjaldið vera jafnhátt gjaldi vegna tilkynningar um aflamark skv. 2. mgr. og gilda ákvæði þeirrar málsgreinar um gjald þetta eftir því sem við getur átt. Gjald samkvæmt þessari málsgrein skal innheimt árlega samhliða gjaldi vegna almenns veiðileyfis skv. 4. mgr. Skal gjaldið miðast við landaðan afla viðkomandi báts er veiðar stundar skv. 1.–8. mgr. 6. gr. á 12 mánaða tímabili frá 1. ágúst til 31. júlí fyrir upphaf hvers fiskveiðiárs og þann hluta línuafla hvers skips sem ekki taldist til aflamarks á næstliðnum vetri skv. 6. mgr. 10. gr. miðað við skráningu aflans í aflaupplýsingakerfi Fiskistofu.

13. gr.

     Í stað orðanna „5. mgr.“ í 6. mgr. 18. gr. laganna, er verður 7. mgr., koma orðin: 6. mgr.

14. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. málsl. 3. mgr. 18. gr. skal við innheimtu gjaldsins í fyrsta sinn 1. september 1996 miða gjaldið við landaðan afla viðkomandi krókabáts á sex mánaða tímabili frá 1. febrúar til 31. júlí 1996 og þann helming afla sem ekki telst til aflamarks við línuveiðar við afla landaðan í janúar og febrúar 1996 miðað við skráningu aflans í aflaupplýsingakerfi Fiskistofu.

Um breytingu á lögum nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

15. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Fiskistofa getur með heimild ráðherra, og að höfðu samráði við Hagstofu Íslands, falið öðrum tiltekna þætti við söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegs.

Um afnám laga nr. 90/1943, um reikningaskrifstofu sjávarútvegsins.

16. gr.

      Lög nr. 90/1943, um reikningaskrifstofu sjávarútvegsins, eru felld úr gildi.

Um breytingu á lögum nr. 21/1981, um kirkjubyggingasjóð.

17. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Ríkissjóður veitir fé til sjóðsins eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.

18. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Bætur vegna einstaks verknaðar skulu ekki greiddar nema höfuðstóll kröfu sé 100.000 kr. eða hærri.
     Af dæmdum eða ákvörðuðum bótum, að vöxtum meðtöldum, greiðir ríkissjóður ekki hærri fjárhæð en:
 1. 250.000 kr. fyrir tjón á munum,
 2. 2.500.000 kr. fyrir líkamstjón,
 3. 600.000 kr. fyrir miska,
 4. 2.500.000 kr. fyrir missi framfæranda.

19. gr.

     Í stað orðanna „1. janúar 1996“ í 20. gr. laganna kemur: 1. júlí 1996.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
 1. Í stað orðanna „1. janúar 1996“ kemur: 1. júlí 1996.
 2. Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., er orðast svo:
 3.      Gagnvart ríkissjóði ber krafa um bætur vegna verknaðar sem framinn var fyrir gildistöku laga þessara fyrst vexti frá 1. júlí 1996.

Um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum.

21. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laganna skal verja allt að 40% af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra á árinu 1996 til tiltekinna rekstrarverkefna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra.

Um breytingu á lögum nr. 12/1952, um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila, með síðari breytingum.

22. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna skulu tekjur af erfðafjárskatti á árinu 1996 umfram 257 m.kr. renna í ríkissjóð.

Um breytingu á lögum nr. 93/1993, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.

23. gr.

     B-liður 5. gr. laganna fellur brott.

24. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Til Atvinnuleysistryggingasjóðs renna tekjur af atvinnutryggingagjaldi í samræmi við ákvæði laga um tryggingagjald.

25. gr.

     15. gr. laganna fellur brott.

26. gr.

     1. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
     Hámarksbætur atvinnuleysistrygginga skulu nema 2.433 kr. á dag. Lágmarksbætur eru 1/ 4 hluti sömu fjárhæðar. Fjárhæð hámarksbóta kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þó er félagsmálaráðherra heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta bótafjárhæð um allt að 3% frá forsendum fjárlaga ef verulegar breytingar verða á þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga.

27. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða V í lögunum orðast svo:
     Í samræmi við 5. mgr. 22. gr. skal stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs heimilt á árinu 1996, þrátt fyrir ákvæði 37. gr., að gera tillögu til að styrkja sérstök verkefni á vegum sveitarfélaga til eflingar atvinnulífi, enda verði dregið samsvarandi úr greiðslu atvinnuleysisbóta á viðkomandi stað. Úthlutun styrkja skal vera í samræmi við reglur sem ráðherra setur að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögur sjóðstjórnar um styrkveitingu skulu staðfestar af ráðherra.

Um breytingu á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

28. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Nema annað sé tilgreint teljast til tekna skv. II. kafla laga þessara tekjur skv. II. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, að frádregnum tekjum skv. A-lið 1. mgr. 30. gr. sömu laga. Við ákvörðun tekjugrundvallar skulu tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, metnar að 50 hundraðshlutum.

29. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „25%“ í 2. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: 30%.

30. gr.

     Við 17. gr. laganna bætist ný málsgrein, er verður 3. mgr., svohljóðandi:
     Nú sinnir maður ekki lagaskyldu um greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóðs samkvæmt lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, með síðari breytingum. Er þá heimilt að áætla honum tekjur sem koma til frádráttar greiðslu tekjutryggingar. Setja skal reglugerð með nánari ákvæðum um framkvæmd þessa frádráttar.

31. gr.

     Í stað orðsins „lífeyristekjur“ í 3. mgr. 18. gr. laganna kemur: lífeyri úr lífeyrissjóðum og tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

32. gr.

     Við 31. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Við ákvörðun á iðgjaldi vegna greiðslu slysatryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins á launum eða aflahlut sjómanna skv. 63. gr. skal tekið tillit til rekstrarkostnaðar slysatrygginga auk framlags í varasjóð, sbr. 2. mgr. Iðgjald þetta skal ákveða árlega með reglugerð.

33. gr.

     10. mgr. 38. gr. laganna fellur brott.

34. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Frá 1. janúar 1996 til ársloka 1997 skulu eftirfarandi ákvæði gilda í stað ákvæða 65. gr. laganna:
     Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Til hliðsjónar við ákvörðun bóta skal hafa þróun launa, verðlags og efnahagsmála. Heilbrigðisráðherra er þó heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta bótafjárhæðum allt að 3% frá forsendum fjárlaga, enda verði verulegar breytingar á þjóðhagsforsendum frá því að fjárlög voru samþykkt.

35. gr.

     3. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

Um breytingu á lögum nr. 113/1994, um eftirlaun aldraðra.

36. gr.

     21. gr. laganna orðast svo:
     Kostnaður af eftirlaunum skv. I. kafla greiðist úr ríkissjóði.

37. gr.

     22. gr. laganna orðast svo:
     Kostnaður af eftirlaunum skv. II. kafla greiðist að 3/ 4 hlutum úr ríkissjóði og að 1/ 4 hluta af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

38. gr.

     2. málsl. 23. gr. laganna orðast svo: Viðbót þessi skal greidd úr ríkissjóði.

Um breytingu á lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.

39. gr.

     1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Bætur félagslegrar aðstoðar eru mæðra- og feðralaun, barnalífeyrir vegna skólanáms eða starfsþjálfunar ungmennis á aldrinum 18–20 ára, umönnunargreiðslur, endurhæfingarlífeyrir, makabætur, dánarbætur, heimilisuppbót, sérstök heimilisuppbót, frekari uppbætur, bætur vegna bifreiðakostnaðar, bifreiðakaupastyrkir og endurgreiðsla umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf.

40. gr.

     2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Árleg mæðra- og feðralaun skulu vera sem hér segir:
Með tveimur börnum 37.728 kr.
Með þremur börnum eða fleiri 98.088 kr.

41. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Ef hlutaðeigandi er með barn yngra en 18 ára á framfæri eða við aðrar sérstakar aðstæður er heimilt að greiða bætur í a.m.k. 12 mánuði til viðbótar en þó aldrei lengri tíma en 48 mánuði, 12.139 kr. á mánuði.

42. gr.

     7. gr. laganna fellur brott.

43. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     Konur, sem fá greiddan ekkjulífeyri 31. desember 1995, skulu fá ekkjulífeyri greiddan til 67 ára aldurs enda uppfylli þær skilyrði fyrir greiðslu ekkjulífeyris sem giltu fyrir 1. janúar 1996. Greiðsla ekkjulífeyris til þessa hóps skal vera í samræmi við reglur um greiðslu ekkjulífeyris sem giltu fyrir 1. janúar 1996.

Um breytingu á lögum nr. 82/1989, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

44. gr.

     2. og 3. málsl. 1. tölul. 10. gr. laganna orðast svo: Skal gjaldið nema 3.985 kr. á hvern gjaldanda. Fjárhæð gjaldsins kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert.

45. gr.

     4. tölul. 12. gr. laganna orðast svo: Að veita rekstrarfé til stofnana fyrir aldraða í samræmi við ákvæði fjárlaga.

Um breytingu á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.

46. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:
 1. Í stað ártalsins „1995“ í 1. málsl. kemur: 1996.
 2. Í stað orðanna „1. janúar 1996“ í 4. málsl. kemur: 1. janúar 1997.

47. gr.

     2. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum orðast svo: Skipun bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur framlengist til 1. janúar 1997. Frá 1. janúar 1996 skal bráðabirgðastjórnin skipuð sjö fulltrúum, þremur frá Reykjavíkurborg, einum tilnefndum af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, einum af fjármálaráðherra, einum af yfirstjórn Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala og einum fulltrúa starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur. Starfsmannaráði Sjúkrahúss Reykjavíkur skal auk þess heimilt að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa til setu á fundum stjórnarinnar með málfrelsi og tillögurétt. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Bráðabirgðastjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur skal fara með yfirstjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur í umboði borgarstjórnar Reykjavíkur.

Um breytingu á lögum nr. 39/1964, um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, með síðari breytingu.

48. gr.

     III. kafli laganna fellur brott.

Um breytingu á lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála.

49. gr.

     Í stað 1.–3. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur nýr málsliður: Fjármagni því sem Ferðamálaráð hefur yfir að ráða skal varið á eftirfarandi hátt.

50. gr.

     1. tölul. 21. gr. laganna orðast svo: Framlag úr ríkissjóði eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á hafnalögum, nr. 23/1994.

51. gr.

     Við 31. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Tekjum af vörugjaldi skv. 1. og 3. tölul. 1. mgr. skal ráðstafað til sjóðsins eða til annarra þarfa samkvæmt ákvörðun Alþingis í fjárlögum hverju sinni.

Um breytingu á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, með síðari breytingum.

52. gr.

     14. gr. laganna orðast svo:
     Tekjum af flugvallagjaldi skal varið til framkvæmda í flugmálum og rekstrar flugvalla samkvæmt flugmálaáætlun.

Um breytingu á skipulagslögum, nr. 19/1964, með síðari breytingum.

53. gr.

     33. gr. laganna orðast svo:
     Kostnaður við mælingar, sem skipulagsstjóri framkvæmir, skal greiddur úr ríkissjóði. Skylt er sveitarfélagi að endurgreiða a.m.k. helming slíks kostnaðar vegna mælinga sem framkvæmdar eru í þess þágu.
     Ef sveitarfélag annast mælingar skal kostnaður við þær mælingar greiddur úr sveitarsjóði, en skylt er ríkissjóði að endurgreiða allt að helming slíks kostnaðar eftir því sem nánar er kveðið á um í fjárlögum, enda hafi skipulagsstjórn samþykkt að sveitarfélagið annaðist mælingarnar.

54. gr.

     1. og 2. mgr. 34. gr. laganna orðast svo:
     Kostnaður við skipulagningu, sem skipulagsstjórn annast, skal greiddur úr ríkissjóði. Skylt er sveitarfélagi að endurgreiða a.m.k. helming slíks kostnaðar vegna skipulagningar sem framkvæmd er í þess þágu. Sama gildir um kostnað samvinnunefndar skv. 3. gr. Verði ágreiningur á milli sveitarfélaga um skiptingu kostnaðar sker ráðherra úr, að fengnum tillögum skipulagsstjórnar.
     Nú hefur sveitarstjórn annast fyrir eigin reikning undirbúning og gerð skipulagsuppdrátta í sínu sveitarfélagi með samþykki skipulagsstjórnar og undir yfirstjórn hennar, og er þá ráðherra heimilt að endurgreiða úr ríkissjóði allt að helming kostnaðar sveitarstjórnar við slíkar framkvæmdir eftir því sem nánar er kveðið á um í fjárlögum, þó eigi hærri fjárhæð en nemur helmingi þeirra gjalda sem greiðast af gjaldskyldum eignum í sveitarfélaginu skv. 35. gr. laga þessara.

55. gr.

     2. mgr. 35. gr. laganna orðast svo:
     Auk skipulagsgjalds, sem um ræðir í 1. mgr., skal árlega greiða úr ríkissjóði til framkvæmdar skipulagsmála fjárhæð sem nemur allt að helmingi skipulagsgjalda liðins árs eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

56. gr.

     2. málsl. 4. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Viðkomandi sveitarstjórnir skulu árlega gefa skýrslur til veiðistjóraembættis um refaveiðar og kostnað við þær, hver á sínu svæði, og endurgreiðir ríkissjóður þá allt að helming kostnaðar við veiðarnar eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.

57. gr.

     2. málsl. 3. mgr. 13. gr. laganna orðast svo: Viðkomandi sveitarstjórnir skulu árlega gefa skýrslur til veiðistjóraembættis um minkaveiðar og kostnað við þær, hver á sínu svæði, og endurgreiðir ríkissjóður þá allt að helming kostnaðar við veiðarnar eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

58. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna skulu 637 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögunum renna í ríkissjóð á árinu 1996.

59. gr.

     Lög þessi taka gildi 1. janúar 1996. Ákvæði 12. gr. koma til framkvæmda við útgáfu almenns leyfis til veiða í atvinnuskyni vegna fiskveiðiársins er hefst 1. september 1996. Þrátt fyrir ákvæði 31. gr. skulu tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eigi teljast með í tekjugrunni við ákvörðun á bótum fyrr en frá og með 1. september árið 1996 vegna tekna ársins 1995.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1995.