Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1290, 121. löggjafarþing 591. mál: skipan prestakalla og prófastsdæma.
Lög nr. 69 27. maí 1997.

Lög um breytingu á lögum um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands, nr. 62 17. maí 1990.


1. gr.

     4. tölul. V. liðar 1. gr. laganna orðast svo:
  1. Skálholtsprestakall:
    Skálholts-, Bræðratungu-, Haukadals- og Torfastaðasóknir.
    Prestssetur: Skálholt.


2. gr.

     2. mgr. 42. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
  1. 5. tölul. orðast svo: Nú losnar embætti sóknarprests í Bergþórshvolsprestakalli og er þá heimilt að setja prest til að gegna því embætti allt til 1. janúar 1999.
  2. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Heimilt er í Grafarvogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra að ráða sóknarpresti annan prest til aðstoðar fram til 1. janúar 1999.


4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1997.

Samþykkt á Alþingi 14. maí 1997.