Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1037, 125. löggjafarþing 286. mál: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (ársfundur og skipan stjórnar).
Lög nr. 35 5. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997, með síðari breytingum.


1. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Halda skal ársfund Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins fyrir 31. maí ár hvert. Nánar skal kveðið á um ársfund í reglugerð.
     Viðskiptaráðherra skipar á ársfundi fimm menn í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins til eins árs í senn. Stjórnin skal þannig skipuð: einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra, einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra samkvæmt ábendingum samtaka atvinnufyrirtækja í iðnaði, einn eftir tilnefningu sjávarútvegsráðherra, einn eftir tilnefningu sjávarútvegsráðherra samkvæmt ábendingum samtaka atvinnufyrirtækja í sjávarútvegi og einn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands. Stjórnin skiptir með sér verkum.
     Ráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Núverandi stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins situr fram að fyrsta ársfundi sem halda skal eigi síðar en 31. maí 2000, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2000.