Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1326, 125. löggjafarþing 595. mál: ríkisábyrgðir (Íbúðalánasjóður og LÍN).
Lög nr. 70 20. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir.


1. gr.

     1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Lán sem áhættugjald skv. 4. gr. hefur verið greitt af, skuldbindingar vegna innstæðna á innlánsreikningum í innlánsstofnunum, skuldbindingar vegna útflutningsábyrgða með ríkisábyrgð, Seðlabanki Íslands, Íbúðalánasjóður og Lánasjóður íslenskra námsmanna eru undanþegin greiðslu ábyrgðargjalds skv. 6. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2000.