Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 603, 126. löggjafarþing 154. mál: innflutningur dýra (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva).
Lög nr. 175 21. desember 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað liðarins „Búfjárræktarnefnd“ kemur í réttri stafrófsröð nýr liður er orðast svo:
  Fagráð: Nefnd sem mótar stefnu í kynbótum, rannsóknum, fræðslumálum og þróunarstarfi búgreinar samkvæmt ákvæðum búnaðarlaga, nr. 70/1998.
 2. Liðurinn „Einangrunarstöð“ orðast svo: Sóttvarnaraðstaða fyrir loðdýr, gæludýr, fugla og fiska.
 3. Liðurinn „Sóttvarnardýralæknir“ orðast svo: Faglegur opinber eftirlitsaðili sóttvarnastöðvar þar sem dýr hafa verið flutt inn samkvæmt lögum þessum.


2. gr.

     2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „búfjárræktarnefndar“ og „hún“ í 1. málsl. kemur: fagráðs, og: það.
 2. Í stað orðsins „nefndin“ í 2. málsl. kemur: fagráð.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „skal annast og bera ábyrgð á“ í 1. málsl. kemur: hefur eftirlit með og ber ábyrgð á.
 2. Í stað orðanna „Á sama hátt annast það“ í upphafi 2. málsl. kemur: Á sama hátt hefur það eftirlit með.
 3. Í stað orðsins „búgreinasamtökum“ í 2. málsl. kemur: búgreinasamböndum.
 4. Í stað orðsins „búfjárræktarnefnd“ í 2. málsl. kemur: fagráð.


5. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Vegna innflutnings á dýrum og erfðaefni samkvæmt lögum þessum skal starfrækja sóttvarna- og einangrunarstöðvar. Landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð, að fengnum tillögum yfirdýralæknis, hvaða kröfur eru gerðar um útbúnað sóttvarna- og einangrunarstöðva. Ráðherra getur falið einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum rekstur stöðvanna.

6. gr.

     2. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
     Sóttvarnardýralæknir sóttvarnastöðvar getur verið viðkomandi héraðsdýralæknir eða dýralæknir sem yfirdýralæknir ræður sérstaklega til þeirra verka. Yfirdýralæknir setur sóttvarnardýralækni erindisbréf með ákvæðum um skyldur hans varðandi smitgát vegna starfa við sóttvarnastöðina.

7. gr.

     Í stað orðanna „búfjárræktarnefnda sem starfa eftir lögum um búfjárrækt“ í 11. gr. laganna kemur: fagráðs sem starfar samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998.

8. gr.

     Í stað orðsins „búfjárræktarnefnd“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: fagráð.

9. gr.

     Í stað orðsins „búfjárræktarnefndar“ í 13., 16. og 18. gr. laganna kemur: fagráðs.

10. gr.

     17. gr. laganna fellur brott og breytist greinatala samkvæmt því.

11. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2000.