Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 934, 127. löggjafarþing 316. mál: bindandi álit í skattamálum (hækkun gjalds).
Lög nr. 18 18. mars 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 91/1998, um bindandi álit í skattamálum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 7. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „10.000“ í 2. málsl. kemur: 50.000.
  2. 4. málsl. orðast svo: Um fjárhæð viðbótargjaldsins fer eftir gjaldskrá sem fjármálaráðherra setur.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. mars 2002.