Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 670, 128. löggjafarþing 183. mál: innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (tryggingatími).
Lög nr. 139 18. desember 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Skuldbindingar sem stofnað er til áður en leyfi er afturkallað skulu njóta tryggingaverndar í samræmi við ákvæði III. kafla.
  2. 3. málsl. 4. mgr. orðast svo: Skuldbindingar sem stofnað er til áður en útibú er útilokað frá aðild að sjóðnum skulu njóta tryggingaverndar í samræmi við ákvæði III. kafla.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 2002.