Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 767, 128. löggjafarþing 370. mál: húsnæðismál (niðurfelling skulda).
Lög nr. 163 20. desember 2002.

Lög um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 47. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 5. mgr. og orðast svo:
     Stjórn Íbúðalánasjóðs er heimilt að semja við félag eða félagasamtök um niðurfellingu á hluta af skuldum þeirra við sjóðinn gegn greiðslu á eftirstöðvum vanskila, enda sé niðurfelling skulda liður í samræmdum aðgerðum kröfuhafa í tengslum við heildarendurskipulagningu á fjármálum viðkomandi. Telji stjórn Íbúðalánasjóðs, m.a. með hliðsjón af 1. gr., að hagsmunum sjóðsins verði betur borgið með slíkum samningi sendir stjórnin tillögu þess efnis til umsagnar félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Ríkisendurskoðunar. Skilyrði fyrir heimild Íbúðalánasjóðs til afskrifta er að þessir aðilar hafi fallist á tillöguna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2002.