Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1254, 128. löggjafarþing 687. mál: stofnun hlutafélags um Norðurorku (biðlaunaréttur starfsmanna).
Lög nr. 38 24. mars 2003.

Lög um breytingu á lögum um stofnun hlutafélags um Norðurorku, nr. 159 20. desember 2002.


1. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Um biðlaunarétt fastráðinna starfsmanna Norðurorku við stofnun hlutafélagsins fer eftir grein 11.1.1 í kjarasamningi Starfsmannafélags Akureyrarbæjar og launanefndar sveitarfélaga f.h. Akureyrarbæjar sem tók gildi 1. apríl 2001.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 2003.