Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1429, 128. löggjafarþing 463. mál: breyting á ýmsum lögum á orkusviði.
Lög nr. 64 27. mars 2003.

Lög um breytingu á ýmsum lögum á orkusviði.


I. KAFLI
Breyting á vatnalögum, nr. 15 20. júní 1923, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað 2. og 3. mgr. 49. gr. laganna kemur ný málsgrein sem orðast svo:
     Um leyfi til að virkja fallvatn fer samkvæmt raforkulögum.

2. gr.

     2. mgr. 50. gr. og 54.–67. gr. laganna falla brott.

II. KAFLI
Breyting á orkulögum, nr. 58 29. apríl 1967, með síðari breytingum.

3. gr.

     II. og IV. kafli laganna falla brott.

4. gr.

     1. mgr. 61. gr. laganna orðast svo:
     Rafmagnsveitur ríkisins skulu stunda starfsemi á orkusviði, annaðhvort einar sér eða í samvinnu við önnur fyrirtæki.

5. gr.

     63., 64., 66. og 67. gr. og 3. tölul. 68. gr. laganna falla brott.

6. gr.

     65. gr. laganna orðast svo:
     Um gjaldtöku vegna hitaveitustarfsemi fer skv. 3.–6. mgr. 32. gr. Um gjaldtöku vegna raforkustarfsemi fer samkvæmt raforkulögum.

7. gr.

     79. gr. laganna orðast svo:
     Öll gjöld samkvæmt lögum þessum og reglugerðum og gjaldskrám settum samkvæmt þeim má taka lögtaki á kostnað gjaldanda og stöðva afhendingu hitaorku ef ekki er staðið í skilum á settum gjalddaga.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 60 4. júní 1981, um raforkuver, með síðari breytingum.

8. gr.

     4.–7. mgr. 2. gr. og 3. og 6. gr. laganna falla brott.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 42 23. mars 1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum.

9. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Tilgangur Landsvirkjunar er að stunda starfsemi á orkusviði ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

10. gr.

     3. gr., 4. mgr. 6. gr., 7. gr., 13. og 18. gr. laganna falla brott.
     Í stað orðanna „1. mgr. 6. gr.“ í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 1. og 2. mgr. 6. gr.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 10 19. mars 2001, um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja.

11. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
     Iðnaðarráðherra veitir Hitaveitu Suðurnesja hf. einkaleyfi til starfrækslu hitaveitu innan sveitarfélaga, sem aðild eiga að fyrirtækinu, eftir því sem um semst við einstök sveitarfélög og ríkissjóð um yfirtöku á veitukerfi þeirra.

12. gr.

     10. gr. laganna fellur brott.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 40 30. maí 2001, um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða.

13. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Iðnaðarráðherra er heimilt, að fengnu áliti stjórnar Orkubús Vestfjarða hf., að ákveða að rekstur einstakra orkumannvirkja skuli vera undanþeginn einkarétti félagsins, svo sem bygging og rekstur jarðvarmaveitna og fjarvarmaveitna með kyndistöðvum innan þeirra sveitarfélaga sem þess óska.

14. gr.

     8. gr. laganna fellur brott.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 139 21. desember 2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur.

15. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Gjaldskrár fyrir sölu á heitu vatni öðlast eigi gildi fyrr en þær hafa verið staðfestar af iðnaðarráðherra og birtar í Stjórnartíðindum. Gjaldskrá vatnsveitu skal byggð á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 81/1991.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 159 20. desember 2002, um stofnun hlutafélags um Norðurorku.

16. gr.

     Orðin „rafmagni og“ í 2. málsl. 5. gr. laganna falla brott.

IX. KAFLI
Gildistaka.

17. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi en koma til framkvæmda 1. júlí 2003.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2003.