Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1125, 130. löggjafarþing 338. mál: Evrópska efnahagssvæðið (ný aðildarríki).
Lög nr. 8 22. mars 2004.

Lög um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
 1. samning um þátttöku Lýðveldisins Tékklands, Lýðveldisins Eistlands, Lýðveldisins Kýpur, Lýðveldisins Lettlands, Lýðveldisins Litháens, Lýðveldisins Ungverjalands, Lýðveldisins Möltu, Lýðveldisins Póllands, Lýðveldisins Slóveníu og Lýðveldisins Slóvakíu á Evrópska efnahagssvæðinu, þ.e. meginmál samningsins og viðauka, sem gerður var í Lúxemborg 14. október 2003.

2. gr.

     Við 2. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     1. mgr. 2. gr. samningsins, sem vísað er til í 7. tölul. 1. gr., um aðild nýrra samningsaðila að Evrópska efnahagssvæðinu, skal hafa lagagildi hér á landi.
     Þau ákvæði samningsins, sem vísað er til í 5. mgr., eru prentuð sem fylgiskjal VI með lögum þessum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.


Fylgiskjal VI.

1. MGR. 2. GR. AÐILDARSAMNINGS EES
2. gr.
1. AÐLÖGUN MEGINMÁLS EES-SAMNINGSINS

      a)    Eftirfarandi komi í stað skrárinnar yfir samningsaðila:
  1. „EVRÓPUBANDALAGIÐ,
  2. KONUNGSRÍKIÐ BELGÍA,
  3. LÝÐVELDIÐ TÉKKLAND,
  4. KONUNGSRÍKIÐ DANMÖRK,
  5. SAMBANDSLÝÐVELDIÐ ÞÝSKALAND,
  6. LÝÐVELDIÐ EISTLAND,
  7. LÝÐVELDIÐ GRIKKLAND,
  8. KONUNGSRÍKIÐ SPÁNN,
  9. LÝÐVELDIÐ FRAKKLAND,
  10. ÍRLAND,
  11. LÝÐVELDIÐ ÍTALÍA,
  12. LÝÐVELDIÐ KÝPUR,
  13. LÝÐVELDIÐ LETTLAND,
  14. LÝÐVELDIÐ LITHÁEN,
  15. STÓRHERTOGADÆMIÐ LÚXEMBORG,
  16. LÝÐVELDIÐ UNGVERJALAND,
  17. LÝÐVELDIÐ MALTA,
  18. KONUNGSRÍKIÐ HOLLAND,
  19. LÝÐVELDIÐ AUSTURRÍKI,
  20. LÝÐVELDIÐ PÓLLAND,
  21. LÝÐVELDIÐ PORTÚGAL,
  22. LÝÐVELDIÐ SLÓVENÍA,
  23. LÝÐVELDIÐ SLÓVAKÍA,
  24. LÝÐVELDIÐ FINNLAND,
  25. KONUNGSRÍKIÐ SVÍÞJÓÐ,
  26. HIÐ SAMEINAÐA KONUNGSRÍKI STÓRA-BRETLANDS OG NORÐUR- ÍRLANDS,
  27. OG
  28. LÝÐVELDIÐ ÍSLAND,
  29. FURSTADÆMIÐ LIECHTENSTEIN,
  30. KONUNGSRÍKIÐ NOREGUR,“

      b)    2. gr.
  1. Í stað textans í b-lið komi eftirfarandi:
   „Hugtakið „EFTA-ríki“ merkir Lýðveldið Ísland, Furstadæmið Liechtenstein og Konungsríkið Noreg;“.
  2. Í c-lið falli brott orðin „og stofnsáttmála Kola- og stálbandalags Evrópu“.
  3. Eftirfarandi málsgrein bætist við:

   1.     „d)    Hugtakið „aðildarlögin frá 16. apríl 2003“ merkir lögin um aðildarskilmála Lýðveldisins Tékklands, Lýðveldisins Eistlands, Lýðveldisins Kýpur, Lýðveldisins Lettlands, Lýðveldisins Litháens, Lýðveldisins Ungverjalands, Lýðveldisins Möltu, Lýðveldisins Póllands, Lýðveldisins Slóveníu og Lýðveldisins Slóvakíu og um aðlögun sáttmálanna sem mynda grundvöll Evrópusambandsins sem voru samþykkt í Aþenu 16. apríl 2003.“

      c)    109. gr.
  Í 1. mgr. falli brott orðin „ , stofnsáttmála Kola- og stálbandalagsins“.

      d)    117. gr.
  Í stað textans í 117. gr. komi eftirfarandi:
  „Ákvæði um fjármagnskerfin er að finna í bókun 38 og bókun 38a.“

      e)    121. gr.
  Liður c falli brott.

      f)    126. gr.
  Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 1. mgr.:
  1. Í stað orðanna „og stofnsáttmáli Kola- og stálbandalags Evrópu taka til“ komi orðin „tekur til“.
  2. Þessi breytingarliður á ekki við um íslensku útgáfuna.
  3. Í stað orðanna „Lýðveldisins Austurríkis, Lýðveldisins Finnlands, Lýðveldisins Íslands, Furstadæmisins Liechtensteins, Konungsríkisins Noregs, Konungsríkisins Svíþjóðar“ komi orðin „Lýðveldisins Íslands, Furstadæmisins Liechtensteins og Konungsríkisins Noregs“.

      g)    129. gr.
  1. Eftirfarandi málsliður bætist við á eftir fyrsta málslið 1. mgr.:
   „Vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins skulu útgáfur af samningi þessum á eistnesku, lettnesku, litháísku, maltnesku, pólsku, slóvakísku, slóvensku, tékknesku og ungversku vera jafngildar.“
  2. Eftirfarandi komi í stað málsliðarins sem nú er þriðji málsliður 1. mgr.:
   „Textar gerða, sem vísað er til í viðaukunum, eru jafngildir á dönsku, eistnesku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, ítölsku, lettnesku, litháísku, maltnesku, pólsku, portúgölsku, slóvakísku, slóvensku, spænsku, sænsku, tékknesku, ungversku og þýsku eins og þeir birtast í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, og skulu með tilliti til jafngildingar gerðir á íslensku og norsku og birtir í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.“

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2004.