Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1225, 130. löggjafarþing 514. mál: björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn (vátryggingar).
Lög nr. 23 5. apríl 2004.

Lög um breyting á lögum um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn, nr. 43 24. mars 2003.


1. gr.

     5. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Vátryggingar.
     Björgunarsveitum er skylt að tryggja björgunarsveitarmenn vegna slysa er þeir kunna að verða fyrir í störfum sínum á vegum björgunarsveita.
     Björgunarsveitum er skylt að kaupa eignatryggingu fyrir tjóni á persónulegum munum björgunarsveitarmanna sem verða kann í störfum þeirra á vegum björgunarsveita.
     Björgunarsveitum er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu fyrir tjóni sem björgunarsveitarmenn kunna að valda þriðja aðila í störfum sínum á vegum björgunarsveita. Um skaðabótaábyrgð björgunarsveita fer að almennum reglum skaðabótaréttar.
     Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari reglur um vátryggingarskylduna, þar með talið gildissvið vátrygginga þessara og vátryggingarfjárhæðir.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. mars 2004.