Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1018, 131. löggjafarþing 629. mál: sala fasteigna, fyrirtækja og skipa (eignarhald á fasteignasölu).
Lög nr. 17 22. mars 2005.

Lög um breytingu á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99 9. júní 2004.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Nú hefur maður átt eignarhlut í fasteignasölu eða félagi sem rekur fasteignasölu við gildistöku laga þessara 1. október 2004, án þess að það samrýmist ákvæðum 7. gr. um eignarhald á fasteignasölu, og þá öðlast þau ákvæði, þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 30. gr., ekki gildi gagnvart honum fyrr en 1. ágúst 2006, enda sanni hann fyrir eftirlitsnefnd Félags fasteignasala að hann sitji námskeið sem efnt hefur verið til skv. 3. gr. og geti lokið prófraun á tilskildum tíma.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. mars 2005.