Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1479, 131. löggjafarþing 807. mál: olíugjald og kílómetragjald (lækkun olíugjalds).
Lög nr. 70 24. maí 2005.

Lög um breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl.


1. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 1. gr laga þessara skal fjárhæð olíugjalds vera 41 kr. á hvern lítra af olíu frá gildistöku laga þessara til 31. desember 2005.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2005.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2005.