Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1468, 131. löggjafarþing 701. mál: breyting á ýmsum lögum við stofnun Landbúnaðarstofnunar.
Lög nr. 76 24. maí 2005.
I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.
Landbúnaðarstofnun er ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um allt er varðar heilbrigðismál dýra og hollustuhætti við framleiðslu og meðferð búfjárafurða.
Landbúnaðarstofnun skal m.a. annast:
Verði Landbúnaðarstofnun þess vör að dýralæknir, sem hefur starfsleyfi, vanræki skyldur sínar og störf, fari út fyrir verksvið sitt eða brjóti alvarlega í bága við fyrirmæli sem dýralæknum er skylt að starfa eftir ber Landbúnaðarstofnun að áminna hann um að bæta ráð sitt.
II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum.
Landbúnaðarstofnun samræmir mat og flokkun á sláturafurðum samkvæmt reglugerðum sem settar eru um þau efni. Hún getur einnig, eftir því sem þörf er á, gert athugun á sláturafurðum sem ætlaðar eru til dreifingar innan lands eða á erlendan markað.
IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.
V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til. Landbúnaðarstofnun fer með umsjón með framkvæmd laganna og reglugerða sem settar verða samkvæmt þeim.
VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðarframleiðslu.
VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 55/2002, um útflutning hrossa.
VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra.
IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl.
X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði.
Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn fisksjúkdómamála. Honum til aðstoðar er fisksjúkdómanefnd. Í henni eiga sæti yfirdýralæknir sem er formaður nefndarinnar og auk hans einn fulltrúi Landbúnaðarstofnunar, fiskistofustjóri og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Ef atkvæði verða jöfn í nefndinni skal atkvæði formanns ráða úrslitum. Fisksjúkdómanefnd skal hafa forgöngu um fisksjúkdómarannsóknir og gera tillögur til ráðherra um aðferðir til varnar gegn útbreiðslu fisksjúkdóma, sem getur um í kafla þessum, og annað er að fisksjúkdómum lýtur.
Landbúnaðarstofnun fer með umsjón veiðimála og er ráðherra til aðstoðar um þau mál sem kveðið er á um í lögum þessum. Landbúnaðarstofnun gerir tillögur um setningu reglugerða og önnur ákvæði sem sett eru samkvæmt lögum um friðun, fiskrækt, fiskeldi eða veiði og gefur leyfi til merkinga vatnafiska með skilyrðum sem stofnunin setur. Landbúnaðarstofnun ber ábyrgð á söfnun og útgáfu skýrslna um veiði, fiskrækt og fiskeldi. Landbúnaðarstofnun veitir eftirlitsmönnum starfsleyfi og setur þeim erindisbréf.
1. Landbúnaðarstofnun veitir eftirlitsmönnum starfsleyfi til að fylgjast með veiði þar sem þurfa þykir enda æski veiðifélag þess, eigendur eða notendur veiði og greiði kostnað af eftirlitinu. Á sama hátt veitir Landbúnaðarstofnun eftirlitsmanni með klaköflun starfsleyfi þar sem þurfa þykir og greiðir viðkomandi klakleyfishafi kostnað sem af þessu leiðir.
2. Rétt er Landbúnaðarstofnun að veita eftirlitsmönnum starfsleyfi til að fylgjast með því að bann við laxveiðum í sjó sé virt. Kostnaður við störf þeirra greiðist úr ríkissjóði.
3. Eftirlitsmenn skulu hafa nákvæmar gætur á því að veiði í umdæmi þeirra sé stunduð með löglegum hætti. Þeir safna skýrslum, m.a. skulu þeir gera skrár um veiðivélar, lagnir og drætti í umdæmum sínum og sjá um merkingu veiðarfæra. Nánari fyrirmæli um starfsemi eftirlitsmanna setur Landbúnaðarstofnun í starfsleyfi.
XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 67/1990, um Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
XIII. KAFLI
Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994.
XIV. KAFLI
Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995.
XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 15/1994, um dýravernd.
XVI. KAFLI
Breyting á sóttvarnalögum, nr. 19/1997.
XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1962, um almannavarnir.
XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 33/2002, um eldi nytjastofna sjávar.
XX. KAFLI
Gildistaka.
Þingskjal 1468, 131. löggjafarþing 701. mál: breyting á ýmsum lögum við stofnun Landbúnaðarstofnunar.
Lög nr. 76 24. maí 2005.
Lög um breytingu á ýmsum lögum við stofnun Landbúnaðarstofnunar.
1. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.2. gr.
5. gr. laganna orðast svo:Landbúnaðarstofnun er ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um allt er varðar heilbrigðismál dýra og hollustuhætti við framleiðslu og meðferð búfjárafurða.
Landbúnaðarstofnun skal m.a. annast:
- yfirstjórn og eftirlit með störfum héraðsdýralækna, sérgreinadýralækna og annarra dýralækna sem leyfi hafa til að stunda dýralækningar,
- yfirumsjón með öllu er varðar heilbrigðismál dýra, hollustu dýrafóðurs og eftirlit þar að lútandi,
- yfirumsjón með heilbrigði sláturdýra, heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum og framleiðslu mjólkur auk yfirumsjónar með heilbrigði búfjár og afurða þess,
- yfirumsjón með sjúkdómavörnum dýra, forvörnum, fræðslustarfi varðandi búfjársjúkdóma, innflutningi og útflutningi lifandi dýra, erfðaefnis og búfjárafurða og útgáfu opinberra heilbrigðisvottorða þar að lútandi,
- skipulagningu, gagnaöflun og skýrslugerð varðandi dýrasjúkdóma, heilbrigðisskoðun sláturafurða og heilbrigðiseftirlit með framleiðslu mjólkur. Stofnunin skal einnig afla upplýsinga um heilbrigðisástand dýra og hollustu dýraafurða í öðrum löndum eftir því sem nauðsyn krefur og sjá um árlega útgáfu heilbrigðisskýrslna.
3. gr.
2. málsl. 5. mgr. 9. gr. laganna orðast svo: Hann skal tafarlaust tilkynna Landbúnaðarstofnun um sjúkdóminn og gera í samráði við stofnunina ráðstafanir sem þurfa þykir.4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:- 2. mgr. orðast svo:
- 6. mgr. orðast svo:
- Í stað orðsins „Landbúnaðarráðuneytið“ í 8. mgr. kemur: Landbúnaðarstofnun.
5. gr.
Fyrirsögn IV. kafla laganna verður: Umdæmi héraðsdýralækna.6. gr.
1. og 2. málsl. 16. gr. laganna falla brott.7. gr.
1. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:Verði Landbúnaðarstofnun þess vör að dýralæknir, sem hefur starfsleyfi, vanræki skyldur sínar og störf, fari út fyrir verksvið sitt eða brjóti alvarlega í bága við fyrirmæli sem dýralæknum er skylt að starfa eftir ber Landbúnaðarstofnun að áminna hann um að bæta ráð sitt.
8. gr.
Í stað orðsins „Yfirdýralæknir“ í 2. mgr. 3. gr. laganna, og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum að undanskilinni 10. gr., og orðanna „embætti yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.9. gr.
Í stað orðsins „hann“ í 6. gr. og 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: stofnunin.10. gr.
2. málsl. 24. gr. laganna orðast svo: Þá getur Landbúnaðarstofnun bannað hvers konar litamerkingar á búfé á ákveðnum svæðum.11. gr.
Í stað orðanna „nema vegna fjárskipta“ í 1. málsl. 25. gr. laganna kemur: nema þegar um er að ræða endurnýjun bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma og/eða vegna búháttabreytinga.12. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralæknis“ í 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.13. gr.
2. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Landbúnaðarstofnun skal vera landbúnaðarráðherra til aðstoðar og ráðuneytis um allt er lýtur að framkvæmd laganna.14. gr.
Í stað orðsins „hann“ í lokamálslið 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: stofnunin.15. gr.
Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytisins“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnunar.16. gr.
Í stað orðsins „kjötmatsformanni“ í 2. mgr. og orðsins „kjötmatsformanns“ 3. mgr. 15. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.17. gr.
1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:Landbúnaðarstofnun samræmir mat og flokkun á sláturafurðum samkvæmt reglugerðum sem settar eru um þau efni. Hún getur einnig, eftir því sem þörf er á, gert athugun á sláturafurðum sem ætlaðar eru til dreifingar innan lands eða á erlendan markað.
18. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 69. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnunar.19. gr.
1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til. Landbúnaðarstofnun fer með umsjón með framkvæmd laganna og reglugerða sem settar verða samkvæmt þeim.
20. gr.
Í stað orðsins „aðfangaeftirlitinu“ í 2. mgr. 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.21. gr.
Í stað orðanna „Rannsóknastofnun landbúnaðarins“ í 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 5. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarháskóli Íslands.22. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.23. gr.
Fyrirsögn II. kafla laganna verður: Landbúnaðarstofnun.24. gr.
Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 4. og 5. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.25. gr.
Í stað orðsins „embættisdýralæknir“ í 2. gr. og 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: héraðsdýralæknir.26. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralæknis“ í 2. gr. og orðsins „yfirdýralæknir“ í 6. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.27. gr.
Í stað orðanna „embættis yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 2. gr. og orðsins „yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 2. gr. laganna, og sama orðs hvarvetna í 7.–10. gr. og 15., 16. og 19. gr. laganna, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.28. gr.
Í stað orðanna „yfirdýralæknir eða fulltrúi hans“ í 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun eða fulltrúi hennar.29. gr.
2. mgr. 19. gr. laganna fellur brott.30. gr.
3. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Skrána skal uppfæra árlega og senda fyrir 15. janúar ár hvert búnaðarsamböndum, héraðsdýralæknum og Landbúnaðarstofnun og skal stofnunin halda heildarskrá fyrir allt landið.31. gr.
Í stað orðanna „Bændasamtökum Íslands“ í 11. gr. og tvívegis í 1. mgr. 13. gr. laganna, og orðsins „Bændasamtökin“ í 1. mgr. 13. gr. laganna, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.32. gr.
2. og 3. málsl. 12. gr. laganna orðast svo: Búfjáreftirlitsmaður lítur eftir aðbúnaði búfjár, fóðrun og merkingum og sannreynir fjölda búfjár. Þar sem gerðar hafa verið athugasemdir við aðbúnað, fóðrun og/eða merkingar búfjár á síðustu 15 mánuðum, miðað við 15. apríl, skal búfjáreftirlitsmaður halda uppi sérstöku eftirliti, t.d. með því að fara í aukaeftirlitsferðir.33. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralæknis“ í 1. og 5. mgr. 16. gr. og 3. tölul. 17. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.34. gr.
Í stað orðanna „Bændasamtök Íslands skulu“ í 1. mgr. 38. gr. og 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun skal.35. gr.
Í stað orðanna „Bændasamtök Íslands“ í 2. mgr. 38. gr. laganna og sömu orða í 4. mgr. 39. gr., a-lið 1. mgr. 42. gr., 1. málsl. 2. mgr. 44. gr., 3. mgr. 53. gr., 2. mgr. 54. gr. og 2. mgr. 82. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.36. gr.
Í stað orðanna „Bændasamtök Íslands tilkynna“ í 3. málsl. 2. mgr. 44. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun tilkynnir.37. gr.
2. málsl. 1. mgr. 46. gr. laganna orðast svo: Í nefndinni eiga sæti þrír menn skipaðir af landbúnaðarráðherra til tveggja ára í senn, einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar, og tveir samkvæmt tilnefningu Landbúnaðarháskóla Íslands.38. gr.
Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytinu“ í 3. mgr. 67. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.39. gr.
Í stað orðsins „veiðimálastjóri“ í 3. mgr. 2. gr. laganna, og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, og orðanna „embættis veiðimálastjóra“ í 11. mgr. 23. gr. og 3. mgr. 72. gr. laganna, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.40. gr.
2. málsl. 3. mgr. 10. gr. laganna orðast svo: Öllum veiðieigendum er skylt að gefa henni þær skýrslur sem óskað er eftir um þau atriði sem skrásetja þarf.41. gr.
1. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Skýrslur þessar skulu gerðar eftir fyrirmynd er Landbúnaðarstofnun setur og skal hún sjá um að þeir aðilar sem skýrslur eiga að gefa geti fengið skýrslueyðublöð ókeypis.42. gr.
Í stað orðsins „hann“ í 2. mgr. 19. gr. laganna og sama orðs í 20. gr., 21. gr., 9. mgr. 23. gr., 3. mgr. 27. gr., 2. og 4. mgr. 30. gr., 1. mgr. 39. gr., 3. málsl. 1. mgr. 41. gr., 1. málsl. 4. mgr. 62. gr., 1.–3. mgr. 97. gr. og tvisvar í 1. mgr. 99. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: hún.43. gr.
1. mgr. 78. gr. laganna orðast svo:Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn fisksjúkdómamála. Honum til aðstoðar er fisksjúkdómanefnd. Í henni eiga sæti yfirdýralæknir sem er formaður nefndarinnar og auk hans einn fulltrúi Landbúnaðarstofnunar, fiskistofustjóri og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Ef atkvæði verða jöfn í nefndinni skal atkvæði formanns ráða úrslitum. Fisksjúkdómanefnd skal hafa forgöngu um fisksjúkdómarannsóknir og gera tillögur til ráðherra um aðferðir til varnar gegn útbreiðslu fisksjúkdóma, sem getur um í kafla þessum, og annað er að fisksjúkdómum lýtur.
44. gr.
1. mgr. 90. gr. laganna orðast svo:Landbúnaðarstofnun fer með umsjón veiðimála og er ráðherra til aðstoðar um þau mál sem kveðið er á um í lögum þessum. Landbúnaðarstofnun gerir tillögur um setningu reglugerða og önnur ákvæði sem sett eru samkvæmt lögum um friðun, fiskrækt, fiskeldi eða veiði og gefur leyfi til merkinga vatnafiska með skilyrðum sem stofnunin setur. Landbúnaðarstofnun ber ábyrgð á söfnun og útgáfu skýrslna um veiði, fiskrækt og fiskeldi. Landbúnaðarstofnun veitir eftirlitsmönnum starfsleyfi og setur þeim erindisbréf.
45. gr.
1., 2. og 3. mgr. 96. gr. laganna orðast svo:1. Landbúnaðarstofnun veitir eftirlitsmönnum starfsleyfi til að fylgjast með veiði þar sem þurfa þykir enda æski veiðifélag þess, eigendur eða notendur veiði og greiði kostnað af eftirlitinu. Á sama hátt veitir Landbúnaðarstofnun eftirlitsmanni með klaköflun starfsleyfi þar sem þurfa þykir og greiðir viðkomandi klakleyfishafi kostnað sem af þessu leiðir.
2. Rétt er Landbúnaðarstofnun að veita eftirlitsmönnum starfsleyfi til að fylgjast með því að bann við laxveiðum í sjó sé virt. Kostnaður við störf þeirra greiðist úr ríkissjóði.
3. Eftirlitsmenn skulu hafa nákvæmar gætur á því að veiði í umdæmi þeirra sé stunduð með löglegum hætti. Þeir safna skýrslum, m.a. skulu þeir gera skrár um veiðivélar, lagnir og drætti í umdæmum sínum og sjá um merkingu veiðarfæra. Nánari fyrirmæli um starfsemi eftirlitsmanna setur Landbúnaðarstofnun í starfsleyfi.
46. gr.
2. málsl. 3. mgr. 97. gr. laganna orðast svo: Landbúnaðarstofnun og faggiltir eftirlitsaðilar skulu bundin þagnarskyldu um upplýsingar sem þau fá við framkvæmd eftirlits.47. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralækni“ þrívegis í 2. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.48. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralæknir“ í 2. mgr. 1. gr. laganna og sama orðs í 4. mgr. 11. gr., 6. mgr. 33. gr. og 5. mgr. 43. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.49. gr.
Í stað orðsins „Yfirdýralæknir“ í 6. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.50. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í 2. mgr. 11. gr., 2. mgr. 13. gr. og 2. mgr. 14. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.51. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í 3. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 11. gr. laganna og orðanna „embættis yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.52. gr.
Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í e-lið 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.53. gr.
12. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna orðast svo: Yfirdýralæknir.54. gr.
Í stað orðanna „embætti yfirdýralæknis“ og „yfirdýralæknis“ í 6. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.55. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006.Samþykkt á Alþingi 11. maí 2005.