Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 625, 132. löggjafarþing 313. mál: stuðningur við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum (gildistími laganna o.fl.).
Lög nr. 115 19. desember 2005.

Lög um breytingar á lögum nr. 53/1995, um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2005“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 31. desember 2008.
  2. 6. málsl. 1. mgr. orðast svo: Styrkupphæð vegna slíkra einkaframkvæmda getur aldrei verið hærri en sem nemur virðisaukaskatti vegna framkvæmdanna.


2. gr.

     Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Heimilt er að ráðstafa allt að 10 millj. kr. ár hvert til rannsókna á viðtökum fráveitu með það að markmiði að þær leiði til lækkunar kostnaðar við fráveituframkvæmdir á síðari stigum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2005.