Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 584, 138. löggjafarþing 195. mál: kjararáð (framlenging launalækkunar alþingismanna og ráðherra).
Lög nr. 127 23. desember 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 47/2006, um kjararáð, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða II í lögunum bætist ein ný málsgrein, svohljóðandi:
     Til og með 30. nóvember 2010 er óheimilt að endurskoða úrskurði kjararáðs sem kveðnir hafa verið upp á grundvelli 1. málsl. 1. mgr. til hækkunar. Við endurskoðun eða ákvörðun kjara annarra aðila sem heyra undir ráðið skal gætt innbyrðis samræmis eftir því sem framast er unnt og að virtum ákvæðum 8. gr. laga þessara.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 2009.