Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1304, 138. löggjafarþing 531. mál: olíugjald og kílómetragjald (sala litaðrar olíu).
Lög nr. 63 22. júní 2010.

Lög um breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 2. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Gjaldskyldum aðilum skv. 1. mgr. 3. gr. er óheimilt að selja litaða olíu í sjálfsafgreiðsludælum nema slík viðskipti eigi sér stað með sérstöku viðskiptakorti gjaldskylds aðila.

2. gr.

     Í stað orðsins „bifreiðum“ í 6. mgr. 13. gr. laganna kemur: ökutækjum.

3. gr.

     Í stað fjárhæðanna „200.000 kr.“, „500.000 kr.“, „750.000 kr.“, „1.000.000 kr.“ og „1.250.000 kr.“ í 5. mgr. 19. gr. laganna kemur: 300.000 kr., 750.000 kr., 1.125.000 kr., 1.500.000 kr., og: 1.875.000 kr.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. október 2010, nema ákvæði 2. gr. sem öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2010.