Þingskjal 658, 139. löggjafarþing 313. mál: skattar og gjöld (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 165 28. desember 2010.
Lög um breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld.
1. gr.
4. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo: Innleystur gengishagnaður af hvers konar innlánsreikningum og kröfum í erlendri mynt á því ári sem innlausn á sér stað skal færður til tekna og miðast við mismun á kaupgengi hlutaðeigandi erlends gjaldeyris frá 1. janúar 2010 eða síðar og á úttektar- eða greiðsludegi. Heimilt er að jafna saman gengishagnaði og gengistapi hvers innlánsreiknings fyrir sig innan ársins.2. gr.
Á eftir orðunum „á sér stað til“ í 3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: samlagsfélags eða.3. gr.
Við 8. mgr. 17. gr. laganna bætist: og sölu íbúðarhúsnæðis úr dánarbúi manns enda séu uppfyllt framangreind skilyrði um eignarhaldstíma og stærðarmörk.4. gr.
3. tölul. 1. mgr. B-liðar 30. gr. laganna fellur brott.5. gr.
12. tölul. 31. gr. laganna fellur brott.6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:- 1. mgr. fellur brott.
- 3. málsl. 3. mgr. fellur brott.
7. gr.
Á eftir orðunum „og/eða þeirra félaga sem“ í 1. málsl. 1. mgr. 52. gr. laganna kemur: við tóku eða.8. gr.
Við 1. mgr. 55. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samsköttun skal þó falla niður með félagi sé það tekið til gjaldþrotameðferðar eða sæti slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002.9. gr.
Við 1. mgr. 59. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:- Í stað „24,1%“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 22,9%.
- Í stað „27%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 25,8%.
- Í stað „33%“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 31,8%.
- Í stað „27%“ tvívegis í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 25,8%.
- Í stað „1. tölul.“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 1.–3. tölul.
- Í stað „1. tölul.“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: 1.–3. tölul.
11. gr.
Á eftir 70. gr. laganna kemur ný grein, 70. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Sama rétt eiga þeir menn sem skattskyldir eru skv. 1. gr., en hafa einungis verið heimilisfastir hér á landi hluta tekjuársins, hafi þeir dvalið í aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, enda nemi tekjur þeirra frá Íslandi eigi minna en 75% heildartekna þeirra á tekjuárinu.
Heimilt er hjónum og einstaklingum í staðfestri samvist og óvígðri sambúð sem búsett eru í aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum að telja fram í samræmi við ákvæði 62. gr. ef annað þeirra eða bæði eiga rétt til skattlagningar skv. 1. eða 2. mgr. þessarar greinar, enda nemi tekjur frá Íslandi eigi minna en 90% samanlagðra tekna þeirra á tekjuárinu og þau séu skráð saman til heimilis við lok tekjuárs.
Fjármálaráðherra skal setja nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar með reglugerð, m.a. um rétt maka, framtalsskil o.fl.
12. gr.
Í stað orðanna „Þróunarsjóður sjávarútvegsins“ í 1. tölul. 5. mgr. 71. gr. laganna kemur: Fiskræktarsjóður.13. gr.
Við 2. mgr. 94. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.14. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 99. gr. laganna:- Í stað orðanna „ívilnun skv. 65. gr. og reikningsár skv. 1. mgr. 59. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og ívilnun skv. 65. gr.
- Orðin „eða þeim starfsmönnum hans sem fengið hafa til þess sérstaka heimild“ í 2. mgr. falla brott.
15. gr.
Orðin „sem ekki var unnt að koma að innan tímamarka 99. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. 101. gr. laganna falla brott.16. gr.
Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 112. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga, sbr. þó 5. mgr.17. gr.
Orðin „þar sem vinnuþáttur er samtals að lágmarki 50.000 kr.“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXV í lögunum falla brott.18. gr.
6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI í lögunum orðast svo:Þegar kröfu er breytt í hlutafé í hinu skuldsetta félagi í stað eftirgjafar skal það talið fullnaðargreiðsla hennar. Aðilar geta samið um niðurfellingu á hluta kröfunnar áður en slík greiðsla með hlutafé er innt af hendi. Sé skipt á kröfu og hlutafé skal fara fram mat á verðmæti hlutafjárins og skal matsverðið miðast við þann dag þegar skiptin eiga sér stað. Skuldara ber að tekjufæra mismun á verðmæti hlutafjárins og bókfærðu verði skuldarinnar. Kröfuhafa ber eftir atvikum að tekjufæra eða gjaldfæra mismun á bókfærðu verði kröfunnar og matsverði hlutafjárins. Mat á verðmæti hlutafjár skal unnið af óháðum matsaðila þegar skipti á kröfu og hlutafé fara fram á milli eignatengdra aðila.
19. gr.
Við lögin bætast þrjú ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:a. (I.)
Þrátt fyrir ákvæði 11. gr. laga nr. 128/2009, sem breytti 60. gr. laganna, er þeim aðilum sem atvinnurekstur stunda eða sjálfstæða starfsemi og selja þjónustu og fengið höfðu heimild ríkisskattstjóra til að miða tekjuuppgjör rekstrarins við innborganir vegna seldrar þjónustu, í stað þess að miða við unna og bókfærða þjónustu, í þeim tilvikum sem vinnuþáttur hinnar seldu þjónustu var almennt yfir 70%, heimilt að færa til tekna með jöfnum hætti á þremur árum uppsafnaða fjárhæð sem áður hafði verið frestað að færa til tekna, þ.e. á tekjuárunum 2010, 2011 og 2012.
b. (II.)
Þrátt fyrir 1.–4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI í lögunum skal þeim rekstraraðilum sem fá eftirgefnar skuldir vegna greiðsluerfiðleika á árunum 2010 og 2011 vera heimilt í skattskilum sínum að færa á milli tekjuáranna 2010 til og með 2014 þann hluta eftirgjafarinnar sem er umfram yfirfæranlegt rekstrartap og rekstrartap ársins, fyrningar og niðurfærslu. Skilyrði fyrir yfirfærslu skv. 1. málsl. er að skattaðili hafi fyrnt að fullu að teknu tilliti til 42. gr. allar fyrnanlegar eignir sínar og nýtt mögulegar hámarksniðurfærslur á viðskiptakröfum og vörubirgðum. Þá er skilyrði að arði sé ekki úthlutað vegna tekjuáranna 2010 til og með 2014. Ríkisskattstjóri getur heimilað skattaðila að taka þátt í samsköttun og sameiningu við aðra skattaðila eða skiptingu upp í fleiri félög að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis.
Standi eftir í árslok 2014 eftirgjöf skulda sem hærri er en 500 millj. kr. er skattaðila heimilt að færa það sem umfram er til tekna með jöfnum fjárhæðum á tekjuárunum 2015 til og með 2019. Sé eftirgjöf lægri en 500 millj. kr. í lok árs 2014 færist hún ekki til tekna.
Eftirgefnar skuldir sem á einhvern hátt tengjast refsiverðri háttsemi skattaðila skal tekjufæra án nokkurs frádráttar.
Að öðru leyti gildir 5.–8. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI.
c. (III.)
Þrátt fyrir brottfall 1. mgr. og 3. málsl. 3. mgr. 32. gr. skal þeim aðilum sem keypt hafa framleiðslurétt í landbúnaði fyrir 1. janúar 2011, til hagnýtingar á framleiðsluárinu 2011, heimilt að færa þann stofnkostnað niður með jöfnum fjárhæðum á fimm árum, að frádreginni þeirri niðurfærslu og árafjölda sem þegar hefur átt sér stað.
20. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:- Í stað „24,1%“ í a-lið 1. mgr. kemur: 22,9%.
- Í stað „27%“ í b-lið 1. mgr. kemur: 25,8%.
- Í stað „33%“ í c-lið 1. mgr. kemur: 31,8%.
21. gr.
Við 3. mgr. 16. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Afdráttur staðgreiðslu af þeim hluta sem telst vera laun skv. 11. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal fara fram á því greiðslutímabili þegar uppgjör á sér stað eða eigi síðar en í lok þess árs sem ákvörðun um úthlutun er tekin.22. gr.
Við 2. mgr. 25. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.23. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:- Á eftir tölunni „5.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 6.
- Á eftir orðunum „Byggingarsjóður ríkisins, Byggingarsjóður verkamanna“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Íbúðalánasjóður.
- Á eftir orðunum „Framleiðnisjóður landbúnaðarins“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Fiskræktarsjóður.
24. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:- 3. og 4. málsl. 1. tölul. 1. mgr. orðast svo: Til vaxta telst enn fremur innleystur gengishagnaður á staðgreiðsluári skv. 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2003. Sama á við um innleystan gengishagnað sem fellur til frá einu greiðslutímabili til annars innan staðgreiðsluársins.
- 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ekki skal telja gengishagnað skv. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2003 til stofns til staðgreiðslu.
25. gr.
1. málsl. 4. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Afdráttur staðgreiðslu af arði skal fara fram þegar hlutafélag greiðir arðinn eða eigi síðar en í lok þess árs þegar ákvörðun um úthlutun er tekin.26. gr.
Við 2. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.27. gr.
C-liður 8. gr. laganna orðast svo: Hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga af álagningarstofni útsvars ár hvert:- er nemi 0,77% til jöfnunar vegna reksturs grunnskóla,
- er nemi 0,95% til jöfnunar vegna málefna fatlaðra.
Við skil á staðgreiðslu útsvars til sveitarfélaga samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, skal jafnframt gera Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skil á hlutdeild sjóðsins í staðgreiðslu útsvars, sundurliðað skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. þessa stafliðar.
28. gr.
Við 9. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Til greiðslu jöfnunarframlaga vegna þjónustu við fatlaða, sbr. 13. gr. a.29. gr.
Í stað orðanna „a-, b- og c-lið 8. gr.“ í a-lið 10. gr. laganna kemur: a- og b-lið og 1. tölul. 1. mgr. c-liðar 8. gr.30. gr.
Í stað orðanna „Tekjum Jöfnunarsjóðs skv. c-lið 8. gr.“ í 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: Tekjum Jöfnunarsjóðs vegna reksturs grunnskóla skv. 1. tölul. 1. mgr. c-liðar 8. gr.31. gr.
Á eftir 13. gr. laganna kemur ný grein, 13. gr. a, svohljóðandi:Stofnuð skal sérstök deild innan Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra. Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra skv. 2. tölul. 1. mgr. c-liðar 8. gr. skulu renna í sérdeildina auk framlaga af fjárlögum vegna þjónustu við fatlaða.
Tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra skv. 2. tölul. 1. mgr. c-liðar 8. gr. að frádregnum kostnaði tengdum flutningi málaflokksins, að viðbættum beinum framlögum af fjárlögum, skal varið til jöfnunar vegna þjónustu við fatlaða með greiðslu framlaga til einstakra sveitarfélaga og þjónustusvæða. Framlögin skulu reiknuð á grundvelli fjölda einstaklinga og þjónustuþarfa þeirra í hverju sveitarfélagi og á hverju þjónustusvæði og skal kveðið nánar á um útreikning þeirra í reglugerð, sbr. 18. gr. Í reglugerðinni skal leitast við að tryggja að tekjuaukning einstakra sveitarfélaga og þjónustusvæða endurspegli kostnaðarmun vegna ólíks fjölda fatlaðra íbúa. Í reglugerðinni skal jafnframt kveðið á um ráðstöfun framlaga vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, biðlista eftir þjónustu og breytingarkostnaðar.
Stofnaður skal sérstakur fasteignasjóður innan Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem annast fasteignir sem nýttar eru í þjónustu við fatlaða við yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fasteignasjóðurinn fer með réttindi og skyldur er tengjast fasteignunum. Starfsemi fasteignasjóðsins skal miða að því að tryggja sem jafnasta aðstöðu sveitarfélaga vegna fasteigna sem nýttar eru í þjónustu við fatlaða. Í því skyni er fasteignasjóðnum heimilt að leigja sveitarfélögum og rekstrar- eða þjónustuaðilum fasteignir til afnota fyrir þjónustu við fatlaða. Enn fremur er fasteignasjóðnum heimilt að selja sveitarfélögum, rekstrar- og þjónustuaðilum, rekstrarfélögum félagslegs húsnæðis eða íbúum fasteignir og semja um greiðslukjör. Þá er fasteignasjóðnum heimilt að selja fasteignir á frjálsum markaði hafi sveitarfélög ekki þörf fyrir að nýta þær. Söluandvirði fasteigna og aðrar tilfallandi tekjur fasteignasjóðsins umfram gjöld skulu renna til sérdeildar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sbr. 1. mgr., og skulu þær nýttar til jöfnunar vegna þjónustu við fatlaða. Á sama hátt ber sérdeildin ábyrgð á rekstrarhalla fasteignasjóðsins sé um slíkt að ræða. Ráðherra er heimilt með samþykki Sambands íslenskra sveitarfélaga að leggja fasteignasjóðinn niður og skal eignum hans ráðstafað til sérdeildar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sbr. 1. mgr.
Ráðherra setur í reglugerð nánari reglur um starfsemi fasteignasjóðsins að fenginni umsögn velferðarráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, svo sem um nýtingu tekna fasteignasjóðsins til jöfnunar vegna þjónustu við fatlaða, hvernig leigufjárhæðir skulu ákveðnar, um rekstrarform, stjórnun, leigu og sölu fasteigna og heimildir sveitarfélaga til þess að fela öðrum aðilum rekstur fasteignanna.
32. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 20. gr. laganna:- Orðin „31. desember“ falla brott.
- Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi einstaklingur átt lögheimili í fleiri en einu sveitarfélagi á tekjuárinu skal leggja á hann útsvar sem skiptist hlutfallslega eftir búsetutíma og skal útsvarshlutfall fyrir hvert búsetutímabil fara eftir því sem viðkomandi sveitarstjórn ákveður skv. 1. mgr. 24. gr. og ef við á 6. mgr. 24. gr.
33. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 23. gr. laganna:- Í stað hlutfallstölunnar „13,28%“ kemur: 14,48%.
- Í stað hlutfallstölunnar „11,24%“ kemur: 12,44%.
34. gr.
Við lögin bætast fjögur ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:a. (XI.)
Í fjárlögum skal tryggja sérstök framlög vegna tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga með eftirfarandi hætti:
- Framlög á árunum 2011, 2012 og 2013 til að vega upp á móti veikri stöðu útsvarsstofnsins.
- Framlög á árunum 2011, 2012 og 2013 vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.
- Framlög á árunum 2012 og 2013 vegna biðlista eftir þjónustu.
- Framlög á árunum 2011, 2012 og 2013 vegna breytingarkostnaðar, tilfærslu, aðlögunar og útfærslu þjónustunnar.
b. (XII.)
Fram til ársins 2014 eru sveitarfélög bundin af því að 0,25 prósentustig af þeirri hækkun útsvars sem þeim er tryggð vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra renni beint til þjónustu við fatlaða innan viðkomandi þjónustusvæða.
c. (XIII.)
Á árinu 2011 skulu greiðslur framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlaða taka mið af heimildarákvæði 6. gr. samkomulags ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða hvað varðar sérstakt aðlögunartímabil þar sem beinar greiðslur til sveitarfélaga og þjónustusvæða byggjast að hluta til eða öllu leyti á framreiknuðum rekstrarkostnaði ársins 2010.
d. (XIV.)
Þrátt fyrir ákvæði í 1. og 2. mgr. 24. gr. laganna skal sveitarstjórn ákveða fyrir 30. desember 2010 hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á árinu 2011, sbr. 1. mgr. 23. gr. laganna svo og 1. mgr. 9. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákvörðun sveitarstjórnar skal sömuleiðis tilkynna fjármálaráðuneytinu eigi síðar en 30. desember 2010.
35. gr.
Við 3. mgr. 38. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.36. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða VI í tollalögum, nr. 88/2005.
37. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:- 1. mgr. orðast svo:
- Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
38. gr.
Í stað dagsetningarinnar „1. október 2011“ í 1. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: 1. júlí 2012.39. gr.
Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, 6. gr., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Hafi umsækjandi skv. 1. gr. ekki fengið sértæka skuldaaðlögun samkvæmt lögum nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, er tollstjóra heimilt að fallast á beiðni um niðurfellingu tekjuskatts að hluta, enda telji tollstjóri hagsmunum ríkissjóðs betur borgið með slíkri niðurfellingu. Umsækjanda ber að leggja fram þau gögn sem tollstjóri fer fram á.
Fallist tollstjóri á niðurfellingu tekjuskatts skv. 1. og 2. mgr. kemur slík niðurfelling til framkvæmdar þegar umsækjandi hefur uppfyllt öll önnur skilyrði laga þessara. Tollstjóri gefur út skuldabréf vegna þess hluta tekjuskatts sem ekki er felldur niður í samræmi við ákvæði 5. gr. Niðurfelling tekjuskatts kemur þó aldrei til greina ef skattkrafa er tilkomin vegna endurákvörðunar skattyfirvalda á tekjuskatti vegna skattsvika.
40. gr.
Í stað orðanna „staðist próf í verðbréfaviðskiptum í samræmi við 53. gr. laga um verðbréfaviðskipti“ í 4. mgr. 34. gr. laganna kemur: staðist próf í verðbréfaviðskiptum í samræmi við 53. gr. laga um fjármálafyrirtæki.41. gr.
Í stað ártalsins „2009“ í 1. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI í lögunum kemur: 2010.42. gr.
1. gr. laganna orðast svo:Markmið þessara laga er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.
43. gr.
2. gr. laganna orðast svo:Lög þessi gilda um fyrirtæki sem eru eigendur rannsóknar- eða þróunarverkefna sem staðfest hafa verið af Rannsóknamiðstöð Íslands skv. 5. gr. Háskólar og opinberar stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi laga þessara.
44. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:- 1., 2., 3., 4., 6., 10., 11. og 13. tölul. falla brott og breytist númeraröð annarra töluliða í samræmi við það.
- 5. tölul. orðast svo: Nýsköpunarfyrirtæki: Lögaðilar skv. 1. og 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sem stunda rannsóknir eða þróun samkvæmt lögum þessum.
- 8. tölul. orðast svo: Rannsóknar- og þróunarkostnaður: Beinn kostnaður við verkefni sem hlotið hefur staðfestingu skv. 5. gr., svo sem vegna starfsmanna, tækja, húsnæðis, aðkeyptrar rannsóknar- og þróunarvinnu og annarra aðfanga sem eingöngu eru notuð við verkefnið.
- 9. tölul. orðast svo: Rannsóknir: Skipulagðar rannsóknir eða mikilvægar athuganir sem eru til þess fallnar að stuðla að öflun nýrrar þekkingar og hæfni til þróunar á nýjum afurðum, ferlum eða þjónustu eða til að koma til leiðar umtalsverðum endurbótum á afurðum, ferlum eða þjónustu sem er til staðar. Þær ná yfir sköpun þátta í flóknum kerfum, sem nauðsynlegir eru fyrir rannsóknir, einkum almennar tæknifullgildingar, þó ekki á frumgerðum sem tilgreindar eru í 10. tölul.
- 15. tölul. orðast svo: Þróun: Öflun, sameining, mótun og not fyrirliggjandi vísindalegrar, tæknilegrar, viðskiptalegrar eða annarrar viðeigandi þekkingar og færni í þeim tilgangi að vinna að áætlunum eða ráðstöfunum og hönnun fyrir nýjar, breyttar eða endurbættar afurðir, ferla eða þjónustu. Þetta kann einnig að fela í sér, til dæmis, aðra starfsemi sem hefur að markmiði hugmyndaskilgreiningar, áætlanir og skráningu nýrra afurða, ferla og þjónustu. Slík starfsemi kann að fela í sér gerð uppkasta, teikninga, áætlana og annarra skjala, enda séu þau ekki ætluð til notkunar í atvinnuskyni.
- Við bætast eftirfarandi orðskýringar í réttri stafrófsröð, svohljóðandi:
- Lítið fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með færri en 50 starfsmenn og er með árlega veltu undir 2 milljónum evra og/eða efnahagsreikning undir 2 milljónum evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 800/2008 frá 6. ágúst 2008, þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar sem samrýmast sameiginlega markaðnum til beitingar 61. og 62. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
- Meðalstórt fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með á bilinu 50–250 starfsmenn og er með árlega veltu undir 50 milljónum evra og/eða efnahagsreikning undir 43 milljónum evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 800/2008.
- Stórt fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með fleiri en 250 starfsmenn, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 800/2008.
45. gr.
4. gr. laganna orðast svo:Umsókn um staðfestingu á rannsóknar- eða þróunarverkefni skal berast Rannís eigi síðar en 1. september ár hvert.
Umsókn skal afhent á því formi sem Rannís ákveður. Með umsókn skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu ásamt verk- og kostnaðaráætlun.
46. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:- Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Rannís ákvarðar hvort verkefni hlýtur staðfestingu samkvæmt lögum þessum. Skilyrði þess að verkefni hljóti staðfestingu er að það teljist rannsóknar- eða þróunarverkefni samkvæmt lögum þessum og einnig.
- Í stað fjárhæðarinnar „5 millj. kr.“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 1 millj. kr.
- 2. mgr. fellur brott.
- Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Staðfesting verkefna.
47. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:- Greinin orðast svo:
- Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.
48. gr.
7. gr. laganna orðast svo:Tvö eða fleiri ótengd nýsköpunarfyrirtæki geta staðið saman að verkefni og notið frádráttar skv. 10. gr. Í tilviki samstarfsverkefnis skulu upplýsingar um alla þátttakendur koma fram í umsókn skv. 4. gr. ásamt upplýsingum um áætlaða hlutdeild hvers og eins í rannsóknar- og þróunarkostnaði.
49. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:- 1.–3. mgr. orðast svo:
- 4. mgr. fellur brott.
Rannís skal innan tveggja mánaða frá móttöku umsóknar ákvarða hvort verkefni hlýtur staðfestingu skv. 5. gr. Tilkynna skal umsækjanda um þá ákvörðun.
Rannís skal tilkynna ríkisskattstjóra um þau rannsóknar- eða þróunarverkefni sem hlotið hafa staðfestingu skv. 5. gr. og eigendur þeirra. Samstarfsverkefni skulu aðgreind sérstaklega og upplýst um alla þátttakendur í þeim.
50. gr.
Orðin „og/eða 6.“ í 1. málsl. 9. gr. laganna falla brott.51. gr.
Fyrirsögn II. kafla laganna verður: Umsóknarferli o.fl.52. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:- 1. mgr. orðast svo:
- Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kostnaður sem fellur til vegna umsóknar til Rannís myndar ekki frádráttarrétt hjá nýsköpunarfyrirtæki.
53. gr.
3. málsl. 11. gr. laganna fellur brott.54. gr.
12.–14. gr. laganna falla brott.55. gr.
Í stað 2. mgr. 15. gr. laganna koma fimm nýjar málsgreinar, svohljóðandi:Samanlagður styrkur frá opinberum aðilum að meðtöldum skattfrádrætti samkvæmt lögum þessum skal ekki fara yfir neðangreind hlutföll vegna sama rannsóknar- eða þróunarverkefnis:
- Þegar um lítil fyrirtæki er að ræða getur samanlagður styrkhæfur kostnaður orðið hæstur 70% vegna rannsóknarverkefnis eða í tilviki samstarfsverkefnis 80%. Samanlagður styrkhæfur kostnaður vegna þróunarverkefnis getur hæstur orðið 45% eða í tilviki samstarfsverkefnis 60%.
- Þegar um meðalstór fyrirtæki er að ræða getur samanlagður styrkhæfur kostnaður orðið hæstur 60% vegna rannsóknarverkefnis eða í tilviki samstarfsverkefnis 75%. Samanlagður styrkhæfur kostnaður vegna þróunarverkefnis getur hæstur orðið 35% eða í tilviki samstarfsverkefnis 50%.
- Þegar um stór fyrirtæki er að ræða getur samanlagður styrkhæfur kostnaður orðið hæstur 50% vegna rannsóknarverkefnis eða í tilviki samstarfsverkefnis 65% enda sé um að ræða samstarfsverkefni milli landa á Evrópska efnahagssvæðinu eða með a.m.k. einu litlu eða meðalstóru fyrirtæki. Samanlagður styrkhæfur kostnaður vegna þróunarverkefnis getur hæstur orðið 25% eða í tilviki samstarfsverkefnis 40% enda sé um að ræða samstarfsverkefni milli landa á Evrópska efnahagssvæðinu eða með a.m.k. einu litlu eða meðalstóru fyrirtæki.
Skilyrði aukningar á styrkhæfi vegna sameiginlegra verkefna er að þau feli í reynd í sér samstarf milli a.m.k. tveggja óháðra fyrirtækja og eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
- ekkert eitt fyrirtæki fari með meira en 70% af hinum styrkhæfa kostnaði vegna samstarfsverkefnisins;
- verkefnið verður að fela í sér samstarf í það minnsta eins lítils eða meðalstórs fyrirtækis eða vera yfir landamæri, þ.e. rannsóknar- og þróunarstarfsemin verður að eiga sér stað innan í það minnsta tveggja EES-landa.
Aukning á styrkhæfi er einnig heimil ef verkefnið felur í reynd í sér samstarf milli fyrirtækis og rannsóknarstofnunar, sérstaklega í sambandi við samræmingu stefnumörkunar á sviði rannsókna og þróunar, og eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
- rannsóknarstofnunin fer með í það minnsta 10% af hinum styrkhæfa kostnaði;
- rannsóknarstofnunin hefur rétt til að birta niðurstöður rannsóknarverkefnisins að því marki sem þær eru tilkomnar vegna rannsókna sem stofnunin hefur hrint í framkvæmd.
Enn fremur er aukning heimil, fyrir rannsóknir eingöngu, ef niðurstöðum verkefnisins er dreift með almennum hætti á tækni- og vísindaráðstefnum eða með birtingu í vísinda- eða tækniritum eða í gegnum opin gagnasöfn (gagnagrunna þar sem hver sem er getur nálgast grunngögn úr rannsóknum), eða í gegnum ókeypis eða opinn hugbúnað.
Undirverktaka skv. 3. og 4. mgr. telst ekki samstarf í skilningi laga þessara.
56. gr.
Við 4. tölul. 1. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Af fólksbifreiðum leigðum út af bílaleigum, skráðum í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum, sem innflytjandi nýtir hér á landi tímabundið í eigin þágu enda vari dvöl bifreiðarinnar hér á landi ekki lengur en 42 daga í hvert sinn en aldrei lengur en 183 daga á hverju 12 mánaða tímabili. Hver sá sem nýtir sér heimild til tímabundins innflutnings samkvæmt þessum lið getur aldrei nýtt heimildina lengur en 42 daga á ári hverju.57. gr.
Við 3. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kostnaðarliðir og gjöld sem um ræðir í 2. mgr. skulu innifalin í tollverði, án tillits til þess hvort kostnaðarliðirnir og gjöldin séu raunverulega greidd eða ekki, enda sé unnt að ákvarða þau á grundvelli hlutlægra og mælanlegra atriða.58. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010 vera sem hér segir:
- Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
- Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
- Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
59. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Frá og með 1. janúar 2011 er tollstjóra heimilt að endurgreiða vörugjald af ökutækjum sem hefur verið breytt þannig að ökutækið nýtir metan í stað bensíns eða dísilolíu og hefur verið skráð sem slíkt hjá Umferðarstofu.
Fjárhæð endurgreiðslu vörugjalds skv. 1. mgr. skal vera 20% af kostnaði við breytinguna samkvæmt reikningi breytingaverkstæðis en þó ekki hærri en 100.000 kr. Vörugjald skal því aðeins endurgreitt að ökutæki sé yngra en sex ára við breytingu, miðað við framleiðsluár, og útbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi.
Eigandi ökutækis skal sækja um endurgreiðslu vörugjalds skv. 1. mgr. til tollstjóra á eyðublaði sem tollstjóri útbýr. Með umsókninni skal fylgja staðfesting Umferðarstofu um að ökutæki hafi verið breytt til þess að nýta metan og að faggilt skoðunarstöð ökutækja hafi vottað breytinguna. Jafnframt skal fylgja með vottorð faggiltrar skoðunarstöðvar um að ökutæki sé útbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi.
Ef ökutæki, sem hlotið hefur endurgreiðslu, getur ekki nýtt metan sem eldsneyti vegna þess að breytingarbúnaður eða einhver hluti hans hefur verið fjarlægður eða gerður óvirkur innan tveggja ára frá því að vörugjald var endurgreitt skal eigandi ökutækis tilkynna tollstjóra og Umferðarstofu um að búnaður hafi verið fjarlægður eða gerður óvirkur og greiða upp endurgreiðsluna að fullu. Skylda til að tilkynna tollstjóra og Umferðarstofu um að búnaður hafi verið fjarlægður eða færður til að nota á annað ökutæki hvílir jafnframt á hverjum þeim sem annast slíkar breytingar fyrir einhvern annan.
Vanræki aðili að tilkynna tollstjóra innan mánaðar um að breytingarbúnaður hafi verið fjarlægður eða gerður óvirkur á einhvern hátt á því tímabili sem tilgreint er í 4. mgr. skal eigandi ökutækis greiða upp endurgreiðsluna ásamt 50% álagi.
Faggiltar skoðunarstofur ökutækja skulu kanna ástand og virkni metanbúnaðar við hverja reglubundna skoðun ökutækis.
Heimild til endurgreiðslu vörugjalds skv. 1. mgr. gildir þangað til vörugjald hefur verið endurgreitt vegna breytinga á 1.000 ökutækjum. Eigendur ökutækja sem breytt hefur verið til þess að nýta metan í stað bensíns eða dísilolíu fyrir gildistöku þessa ákvæðis og hlotið hafa vottun frá faggiltri skoðunarstöð ökutækja samkvæmt reglum Umferðarstofu geta jafnframt sótt um endurgreiðslu vörugjalda.
Um eftirlit og kæruheimildir skulu gilda ákvæði tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, eftir því sem við getur átt.
60. gr.
Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2010“ í ákvæðum til bráðabirgða II, III, V og VI í lögunum kemur: 31. desember 2011.61. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:- C-liður 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Af stefnufjárhæð frá 30.000.000 kr. að 90.000.000 kr. 90.000 kr.
- Á eftir c-lið 2. tölul. 1. mgr. koma tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- Af stefnufjárhæð frá 90.000.000 kr. að 150.000.000 kr. 150.000 kr.
- Af stefnufjárhæð frá 150.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það 250.000 kr.
- C-liður 3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Af áfrýjunarfjárhæð frá 30.000.000 kr. að 90.000.000 kr. 130.000 kr.
- Á eftir c-lið 3. tölul. 2. mgr. koma tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- Af áfrýjunarfjáhæð frá 90.000.000 kr. að 150.000.000 kr. 200.000 kr.
- Af áfrýjunarfjárhæð frá 150.000.00 kr. og fjárhæðum umfram það 300.000 kr.
62. gr.
Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist: þar á meðal gjald fyrir þingfestingu máls skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. og gjald fyrir kæru til Hæstaréttar, sem ákveðið skal eftir ákvæðum 3. tölul. 2. mgr. 1. gr. í stað gjalds skv. 1. tölul., enda sé í málinu deilt um hagsmuni sem afmarkaðir eru með tilgreindum fjárhæðum.63. gr.
Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna kemur: 3.200 kr.64. gr.
Í stað fjárhæðarinnar „17.500 kr.“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: 22.000 kr.65. gr.
Í stað fjárhæðarinnar „1.800 kr.“ í 3. gr. laganna kemur: 5.000 kr.66. gr.
Í stað fjárhæðarinnar „16.500 kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: 29.000 kr.67. gr.
Við 18. gr. laganna bætist: í almennri póstsendingu eða rafrænt.68. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010 vera sem hér segir:
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
69. gr.
Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:- 1., 6., 17., 24., 27.–31., 33.–34., 56.–57. og 59. gr. öðlast gildi 1. janúar 2011,
- 2., 3. og 7.–9. gr., e- og f-liður 10. gr. og 14.–16., 18.–19., 23., 36.–41., 58. og 60.–68. gr. öðlast þegar gildi,
- 4.–5. og 42.–55. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2011 vegna tekjuársins 2010,
- A–d-liður 10. gr. og 11.–12., 20.–21. og 25. gr. öðlast gildi 1. janúar 2011 og koma til framkvæmda við álagningu 2012 og á staðgreiðsluárinu 2011 eftir því sem við á,
- 13., 22., 26. og 35. gr. öðlast þegar gildi og taka ákvæði þeirra jafnt til mála sem rannsókn er þegar hafin í og þeirra sem verða tekin til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins,
- 32. gr. öðlast gildi 1. janúar 2011 og kemur til framkvæmda 1. janúar 2012 vegna útsvars á árinu 2011.
Samþykkt á Alþingi 18. desember 2010.