Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 917, 139. löggjafarþing 541. mál: innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (frestun á greiðslu gjalds).
Lög nr. 15 25. febrúar 2011.

Lög um breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 6. gr., 1. málsl. 4. mgr. 6. gr., 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. og 1. málsl. 6. mgr. 7. gr. um greiðslu gjalds til sjóðsins eigi síðar en 1. mars ár hvert skal á árinu 2011 greiða gjaldið eigi síðar en 1. júní 2011.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 2011.