Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1145, 139. löggjafarþing 378. mál: mannanöfn (afgreiðsla hjá Þjóðskrá).
Lög nr. 26 1. apríl 2011.

Lög um breyting á lögum nr. 45/1996, um mannanöfn, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ tvívegis í 2. mgr. 9. gr., 4. mgr. 11. gr., 1. og 2. mgr. 13. gr., tvívegis í 3. mgr., tvívegis í 5. mgr. og 6. mgr. 14. gr., 16. gr. og 1. mgr. 25. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Þjóðskrá Íslands.

2. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Honum er þó heimilt að taka upp eiginnafn, millinafn og/eða kenninafn í samræmi við ákvæði laga þessara og má veita honum slíka nafnbreytingu í ríkisfangsbréfi.

3. gr.

     17. gr. laganna orðast svo:
     Nafnbreytingar samkvæmt lögum þessum, hvort sem um er að ræða breytingar tilkynntar Þjóðskrá Íslands eða samkvæmt leyfi stofnunarinnar eða ráðherra, skulu einungis heimilaðar einu sinni nema sérstaklega standi á.

4. gr.

     2. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:
     Allar nafnbreytingar samkvæmt lögum þessum sem ekki eru bundnar leyfi skulu tilkynntar Þjóðskrá Íslands.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. mars 2011.