Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 781, 141. löggjafarþing 516. mál: skipulagslög (auglýsing deiliskipulags).
Lög nr. 135 28. desember 2012.

Lög um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010, með síðari breytingum (auglýsing deiliskipulags).


1. gr.

     2. mgr. 42. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Hafi auglýsing um samþykkt deiliskipulag ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að athugasemdafresti tillögu til deiliskipulagsins lauk telst deiliskipulagið ógilt og fer þá um það í samræmi við 41. gr.

2. gr.

     Við 4. mgr. 44. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi auglýsing um óverulega breytingu á deiliskipulagi ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá samþykki sveitarstjórnar telst breytingin ógild.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2012.