Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 775, 141. löggjafarþing 190. mál: menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla (afnám frests til að sækja um leyfisbréf).
Lög nr. 151 28. desember 2012.

Lög um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, með síðari breytingum (afnám umsóknarfrests til að sækja um leyfisbréf).


1. gr.

     3. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
     Þeir sem innrituðust í fullgilt 180 eininga kennaranám, bakkalárnám, til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum á grundvelli laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, nr. 86/1998, og luku náminu fyrir 1. júlí 2012 eða áttu við lok vormissiris 2011 30 eða færri einingum ólokið til prófs eiga rétt á útgáfu leyfisbréfs til kennslu í leikskólum, grunnskólum og/eða framhaldsskólum. Sama gildir um þá sem innrituðust í 60 eininga diplómanám til kennslu í grunn- og framhaldsskólum og luku náminu fyrir 1. júlí 2012.

2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2012.