Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 439, 143. löggjafarþing 186. mál: barnaverndarlög (rekstur heimila fyrir börn).
Lög nr. 134 23. desember 2013.

Lög um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum nr. 80/2011, um breytingu á þeim lögum (rekstur heimila fyrir börn).


1. gr.

     2. mgr. 75. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, orðast svo:
     Um skiptingu kostnaðar vegna fósturs á grundvelli 4. mgr. 65. gr. fer samkvæmt reglugerð er ráðherra setur.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002:
  1. 2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Barnaverndarstofa veitir barnaverndarnefndum leyfi til að reka heimili og önnur úrræði skv. 1. mgr.
  2. 5. mgr. orðast svo:
  3.      Ráðherra setur reglugerð um úrræði samkvæmt þessari grein, m.a. um skilyrði fyrir leyfisveitingu, réttindi barna og eftirlit, að fengnum tillögum Barnaverndarstofu.
  4. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
  5.      Ef Barnaverndarstofa telur að meðferð barns á heimili eða stofnun skv. 1. mgr. sé ábótavant skal stofan leitast við að bæta úr því sem áfátt er með leiðbeiningum og áminningum til barnaverndarnefndar og veita tiltekinn frest til þess. Ef ekki er bætt úr innan frests eða ef brot á skilyrðum fyrir leyfi eru mjög alvarleg getur stofan svipt viðkomandi leyfi til áframhaldandi reksturs.


3. gr.

     2. mgr. 88. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, orðast svo:
     Ríkið greiðir hluta kostnaðar vegna fósturs á grundvelli 4. mgr. 65. gr. samkvæmt ákvörðun Barnaverndarstofu. Við ákvörðun á hlutdeild ríkisins skal Barnaverndarstofa taka mið af kostnaði við að mæta sérþörfum þess barns sem ráðstafað er í fóstur á grundvelli ákvæðisins og kostnaði við þá sérstöku þjónustu, umönnun og þjálfun sem fósturforeldrum er ætlað að veita.

4. gr.

     A-liður 45. gr., 50.–52. gr., a-liður 53. gr., 1., 3. og 4. málsl. b-liðar 53. gr. og 9. mgr. 57. gr. laga nr. 80/2011 falla brott.

5. gr.

      Lög nr. 113/2012 falla úr gildi.

6. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2014.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2013.