Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1645, 145. löggjafarþing 660. mál: meðferð sakamála og meðferð einkamála (endurupptaka).
Lög nr. 99 20. september 2016.

Lög um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum um meðferð einkamála (endurupptaka).


I. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum.

1. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 214. gr. laganna orðast svo: Sé beiðni tekin til greina skal fyrri dómur í málinu halda gildi sínu þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp.

II. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum.

2. gr.

     2. og 3. málsl. 3. mgr. 168. gr. laganna orðast svo: Fallist nefndin á beiðni skal fyrri dómur í málinu halda gildi sínu þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp. Ákvörðun nefndarinnar um endurupptöku hindrar ekki aðför eftir dómi.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. september 2016.