Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 88, 146. löggjafarþing 29. mál: útlendingar (frestun réttaráhrifa).
Lög nr. 124 29. desember 2016.

Lög um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (frestun réttaráhrifa).


1. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Þrátt fyrir 1. mgr. 121. gr. taka ákvæði 1. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 35. gr. gildi 1. apríl 2017. Til þess tíma frestar kæra ekki réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um að útlendingur skuli yfirgefa landið, þrátt fyrir 1. mgr. 35. gr., í þeim tilvikum þegar Útlendingastofnun hefur metið umsókn hans bersýnilega tilhæfulausa og hann kemur frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki, sbr. b-lið 1. mgr. og 2. mgr. 29. gr. Hið sama gildir um ákvörðun sem Útlendingastofnun tekur samkvæmt lokamálslið 2. mgr. 35. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2017.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 2016.