Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1050, 146. löggjafarþing 385. mál: skattar, tollar og gjöld (samsköttun félaga, takmörkun á frádrætti vaxtagjalda, leigutekjur o.fl.).
Lög nr. 59 14. júní 2017.

Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta, tolla og gjöld (samsköttun félaga, takmörkun á frádrætti vaxtagjalda, leigutekjur, virðisaukaskattur, vörugjald af grindarbílum o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
 1. Í stað „3. mgr.“ í 2. mgr. 5. tölul. kemur: 3.–5. mgr.
 2. Orðið „sjómannaafsláttur“ í 7. tölul. fellur brott.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
 1. Í stað „3. mgr.“ í 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. kemur: 3.–5. mgr.
 2. 3. málsl. 2. mgr. fellur brott.
 3. 3. mgr. fellur brott.


3. gr.

     B-liður 3. mgr. 57. gr. b laganna fellur brott.

4. gr.

     Á eftir 58. gr. laganna kemur ný grein, 58. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Útleiga manna á íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og öðru húsnæði.
     Tekjur manna af útleigu íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis eða annars húsnæðis, m.a. þar sem gisting er boðin gegn endurgjaldi, skulu teljast stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi nema:
 1. Tekjurnar stafi af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög, enda séu hinar útleigðu sérgreindu fasteignir ekki fleiri en tvær. Frá tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis, sem fellur undir húsaleigulög, er heimilt að draga leigugjald sem hann greiðir af íbúðarhúsnæði til eigin nota. Frádráttur þessi leyfist eingöngu á móti leigutekjum af íbúðarhúsnæði sem ætlað er til eigin nota en er í útleigu.
 2. Útleigan teljist heimagisting samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, hún hafi verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer. Þá skal heildarfjárhæð leigutekna viðkomandi af heimagistingu á tekjuárinu aldrei nema hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. Sé húsnæðið í útleigu tveggja eða fleiri manna skal við afmörkun heildarfjárhæðarinnar telja tekjur þeirra allra hjá hverjum og einum.

     Tekjur af starfsemi sem fellur undir b-lið 1. mgr. skulu skattlagðar samkvæmt ákvæði 1. málsl. 3. mgr. 66. gr. án frádráttar. Nemi heildarfjárhæð leigutekna skv. b-lið 1. mgr. hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. eða ef sýslumaður fellir niður skráningu heimagistingar falla allar leigutekjurnar á tekjuárinu undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi.

5. gr.

     7. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     2. og 3. málsl. a-liðar 5. tölul. 70. gr. laganna orðast svo: Þegar um er að ræða tekjur manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög er heimilt að taka tillit til frádráttar skv. a-lið 1. mgr. 58. gr. a. Þó skal ekki leggja tekjuskatt á 50% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög.

II. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.

7. gr.

     Í stað „1.–4. tölul.“ í 6. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 1.–5. tölul.

8. gr.

     Í stað orðanna „ vaxtalög, nr. 25/1987“ í 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: lög um vexti og verðtryggingu.

III. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

9. gr.

     2. tölul. 1. mgr. 36. gr. laganna orðast svo: Vörur á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar. Sama á við um innflutning á vörum erlends liðsafla og borgaralegra deilda hans, þ.m.t. Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar, herliðs Bandaríkjanna og annarra aðila sem skulu vera undanþegnir skyldu til greiðslu virðisaukaskatts samkvæmt alþjóðasamningum, tvíhliða samningum eða sérstökum lögum þar um.

10. gr.

     Á eftir 9. mgr. 42. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Endurgreiða skal virðisaukaskatt vegna kaupa á vörum og þjónustu hér á landi á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar. Með sama hætti skal endurgreiða virðisaukaskatt til erlends liðsafla og borgaralegra deilda hans, þ.m.t. Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar, herliðs Bandaríkjanna og annarra aðila sem undanþegnir skulu virðisaukaskatti vegna kaupa á vörum og þjónustu hér á landi samkvæmt alþjóðasamningum, tvíhliða samningum eða sérstökum lögum þar um.

IV. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

11. gr.

     3. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Aðilar sem undanþegnir eru tollskyldu með sérstökum lögum eða á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar, þ.m.t. Atlantshafsbandalagið, Samstarf í þágu friðar og herlið Bandaríkjanna.

12. gr.

     Í stað orðanna „meðferðis við komu“ í 1. mgr. 162. gr. laganna kemur: við komu.

13. gr.

     Orðið „stórfelldu“ í 1., 2. og 3. mgr. 172. gr. laganna fellur brott.

14. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum fellur brott.

V. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Q-liður 1. tölul. fellur brott.
 2. H-liður 2. tölul. orðast svo: Grindur með hreyfli og ökumannshúsi og eftir atvikum með viðbættu vöruflutningarými. Með viðbættu vöruflutningarými er átt við vörukassa eða vörupall sem ekki er sambyggður ökumannshúsinu og myndar ekki sjónræna heild með því hvað varðar lögun, lit eða efni.


16. gr.

     Við 18. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Aðilar sem eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 10. mgr. 42. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, eru undanþegnir gjaldskyldu í samræmi við sérlög eða ákvæði alþjóðasamninga eða tvíhliða samninga.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XIX við lögin:
 1. Eftirfarandi tollskrárnúmer bætast við viðaukann:
  8456.3000 11 kr./kg
  8472.9010 16 kr./kg
  8539.1000–8539.9000 25 kr./kg

 2. Í stað „13 kr./kg“ í tollskrárnúmerunum 9207.1001–9207.9000 kemur: 16 kr./kg.


VII. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

18. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Aðilar sem eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 10. mgr. 42. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, eru undanþegnir gjaldskyldu í samræmi við sérlög eða ákvæði alþjóðasamninga eða tvíhliða samninga.

19. gr.

     Á eftir 10. gr. laganna kemur ný grein, 10. gr. a, svohljóðandi:
     Endurgreiða skal tóbaksgjald á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar. Með sama hætti skal endurgreiða tóbaksgjald til erlends liðsafla og borgaralegra deilda hans, þ.m.t. Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar, herliðs Bandaríkjanna og annarra aðila sem undanþegnir skulu tóbaksgjaldi samkvæmt alþjóðasamningum, tvíhliða samningum eða sérstökum lögum þar um.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988, með síðari breytingum.

20. gr.

     Á eftir 3. mgr. 3. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Aðilar sem eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 10. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, eru undanþegnir gjaldskyldu í samræmi við sérlög eða ákvæði alþjóðasamninga eða tvíhliða samninga.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 2.      Aðilar sem eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 10. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, eru undanþegnir gjaldskyldu í samræmi við sérlög eða ákvæði alþjóðasamninga eða tvíhliða samninga.
 3. Í stað „2. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 3. mgr.
 4. Í stað „4. mgr.“ í 5. mgr. kemur: 5. mgr.


22. gr.

     Í stað „4. mgr.“ í 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: 5. mgr.

X. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, með síðari breytingum.

23. gr.

     Á eftir 1. mgr. 2. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Aðilar sem eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 10. mgr. 42. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, eru undanþegnir gjaldskyldu í samræmi við sérlög eða ákvæði alþjóðasamninga eða tvíhliða samninga.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, með síðari breytingum.

24. gr.

     Á eftir 2. mgr. 3. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Aðilar sem eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 10. mgr. 42. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, eru undanþegnir gjaldskyldu í samræmi við sérlög eða ákvæði alþjóðasamninga eða tvíhliða samninga.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um gistináttaskatt, nr. 87/2011, með síðari breytingum.

25. gr.

     Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi:
     Endurgreiða skal gistináttaskatt á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar. Með sama hætti skal endurgreiða gistináttaskatt til erlends liðsafla og borgaralegra deilda hans, þ.m.t. Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar, herliðs Bandaríkjanna og annarra aðila sem undanþegnir skulu gistináttaskatti samkvæmt alþjóðasamningum, tvíhliða samningum eða sérstökum lögum þar um.

26. gr.

     Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
 1. Ákvæði 1. gr., a-liðar 2. gr., 5., 7., 8., 12.–15. og 17. gr. öðlast þegar gildi.
 2. Ákvæði 3. gr. öðlast gildi og kemur til framkvæmda 1. janúar 2018.
 3. Ákvæði b- og c-liðar 2. gr. og 6. gr. öðlast gildi 1. janúar 2018 og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2019.
 4. Ákvæði 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2018 nema a-liður 1. mgr. greinarinnar sem öðlast gildi 1. janúar 2018 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2019.
 5. Ákvæði 9.–11., 16. og 18.–25. gr. öðlast gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 2017.


Samþykkt á Alþingi 1. júní 2017.