Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 877, 148. löggjafarþing 215. mál: lax- og silungsveiði (stjórn álaveiða).
Lög nr. 29 8. maí 2018.

Lög um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, með síðari breytingum (stjórn álaveiða).


1. gr.

     Á eftir 1. mgr. 20. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2018.