Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 607, 150. löggjafarþing 125. mál: ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga (gildissvið).
Lög nr. 129 10. desember 2019.

Lög um breytingu á lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, með síðari breytingum (gildissvið).


1. gr.

     Við 1. mgr. 21. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði 4. gr. laga um endurskoðendur og endurskoðun gilda þó ekki um ríkisendurskoðanda, Ríkisendurskoðun eða starfsmenn embættisins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.

Samþykkt á Alþingi 2. desember 2019.