Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1348, 150. löggjafarþing 529. mál: brottfall ýmissa laga (úrelt lög).
Lög nr. 46 20. maí 2020.

Lög um brottfall ýmissa laga (úrelt lög).


1. gr.

     Eftirtalin lög eru felld úr gildi:
  1. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ganga inn í viðbótarsamning við myntsamning Norðurlanda, nr. 4/1926.
  2. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að kaupa nokkrar jarðir og afnotarétt jarða í Ölfusi, nr. 104/1940.
  3. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka á leigu geymsluhús Tunnuverksmiðju Siglufjarðar sf., nr. 24/1946.
  4. Lög um bráðabirgðabreyting nokkurra laga o.fl., nr. 50/1948.
  5. Lög um skattfrelsi vinninga o.fl. varðandi happdrættislán ríkissjóðs, nr. 83/1948.
  6. Lög um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna, nr. 100/1948.
  7. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka á móti og ráðstafa framlögum samkvæmt áætlun um fjárhagslega viðreisn Evrópu, nr. 47/1949.
  8. Lög um framlengingu á heimild ríkisstjórnarinnar til að nota allt að fjórum milljónum dollara af yfirdráttarheimild Íslands hjá Greiðslubandalagi Evrópu, nr. 6/1953.
  9. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku vegna vatnsveituframkvæmda í Vestmannaeyjum, nr. 57/1963.
  10. Lög um ráðstafanir til lækkunar ríkisútgjalda, nr. 5/1968.
  11. Lög um aðgerðir í atvinnumálum, nr. 9/1969.
  12. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán vegna Vatnsveitu Vestmannaeyja, nr. 15/1971.
  13. Lög um ákvörðun kaupgreiðsluvísitölu fyrir tímabilið 1. janúar til 28. febrúar 1973, nr. 100/1972.
  14. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja landspildu úr prestssetursjörðinni Bjarnarnesi í Nesjahreppi, nr. 12/1973.
  15. Lög um aðild Íslands að samningi um stofnun aðstoðarsjóðs á vegum Efnahags- og framfarastofnunar, nr. 25/1976.
  16. Lög um skattfrelsi jarðstöðvar til fjarskiptasambands við umheiminn, nr. 20/1977.
  17. Lög um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum, nr. 77/1977.
  18. Lög um heimild til viðbótarlántöku og ábyrgðarheimild vegna framkvæmda á sviði orkumála 1979 o.fl., nr. 42/1980.
  19. Lög um heimildir til lántöku á árunum 1980 og 1981 og ábyrgðarheimildir, nr. 89/1980.
  20. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja lagmetisiðju ríkisins í Siglufirði, nr. 26/1984.
  21. Lög um heimild fyrir ráðherra f.h. ríkissjóðs til að ábyrgjast lán fyrir Arnarflug hf., nr. 30/1984.
  22. Lög um lántöku o.fl. vegna byggingar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, nr. 45/1984.
  23. Lög um lántöku Áburðarverksmiðju ríkisins, nr. 49/1984.
  24. Lög um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum, nr. 71/1984.
  25. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Landssmiðjuna, nr. 125/1984.
  26. Lög um sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs á láni vegna byggingar stálvölsunarverksmiðju, nr. 82/1985.
  27. Lög um heimild fyrir ráðherra f.h. ríkissjóðs til að selja fasteignir Grænmetisverslunar landbúnaðarins að Síðumúla 34 og jarðhús í Ártúnsbrekku við Elliðaár, nr. 40/1988.
  28. Lög um efnahagsaðgerðir, nr. 9/1989.
  29. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja jörðina Lönguhlíð í Vallahreppi, Suður-Múlasýslu, nr. 68/1993.
  30. Lög um sölu kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða í Fljótsdalshreppi, nr. 53/2001.
  31. Lög um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að ábyrgjast skuldabréf vegna fjármögnunar nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar ehf., nr. 87/2002.
  32. Lög um heimild ríkissjóðs Íslands til sérstakrar lántöku á árinu 2008, nr. 60/2008.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 2020.