Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 424, 151. löggjafarþing 6. mál: opinber fjármál (skilyrði um heildarjöfnuð og skuldahlutfall).
Lög nr. 123 2. desember 2020.

Lög um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (skilyrði um heildarjöfnuð og skuldahlutfall).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 4., 5. og 7. gr. er ráðherra heimilt að víkja frá skilyrðum um heildarjöfnuð og skuldahlutfall hins opinbera í 7. gr. árin 2023–2025. Hið sama gildir ef endurskoða þarf fjármálastefnu fyrir þau ár, sbr. 10. gr.
     Í umsögnum fjármálaráðs um þingsályktunartillögur fyrir þessi ár, sem ráðið sendir Alþingi, sbr. 2. mgr. 10. gr. og 4. mgr. 13. gr., skal lagt mat á hvort yfirlýst markmið stjórnvalda í opinberum fjármálum og framfylgd þeirra muni gera kleift að skilyrði í 7. gr. taki aftur gildi frá og með árinu 2026.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. nóvember 2020.